Krists Konungs Sókn

Jitro-stúlknakórinn

Jitro-stúlknakórinn frá Tékklandi kemur til landsins um helgina og syngur við messu í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti þriðjudaginn 18. ágúst nk. Einnig mun kórinn syngja nokkur verk eftir messuna.

„Jitro“ merkir dögun, og kemur kórinn frá Hradec Kralove í Tékklandi. Hér er um að ræða hóp 400 barna og komast aðeins þau 25 eða 30 bestu í sjálfan sönghópinn.

Back to list