Fimmtudaginn 8. til laugardags 10. september fór fram III Alþjóðlega trúfræðsluþingið í Róm á vegum Dicastery for Evangelization.
Eittþúsund og fjögurhundruð trúfræðarar frá áttatíu og tveimur löndum komu saman í eilífðarborginni til þess að vera viðstödd ráðstefnuna og deila reynslu af starfinu.
Systir María de Pentecostés ferðaðist frá Íslandi til þess að taka þátt í henni. Laugardaginn 10. september hitti páfi alla trúfræðarana. Þar beindi hann nokkrum orðum til viðstaddra.
„Vinsamlega, þreytist aldrei á að vera trúfræðarar en ekki aðeins „veita trúfræðslu.“ Vissulega þarf að finna bestu leiðirnar svo að trúfræðslan „henti“ aldri og undirbúningi fólksins sem þiggur hana. En umfram allt eru „persónuleg samskipti sem við eigum við hvern og einn“ mikilvægust, því þau „opna hjartað til þess að taka á móti fyrstu boðuninni og fyrir löngunina til þess að vaxa í kristnu lífi með sama krafti og trúfræðslan leyfir“. Í þessum skilningi mun nýja námskráin fyrir trúfræðslu sem gefin hefur verið út á síðastliðnum mánuðum vera „afar gagnleg“ til þess að skilja „hvernig skuli endurnýja trúfræðslu í biskupsdæmum og sóknum.“
Á þessu skólaári 2022-2023 viljum við óska eftir því að allir þeir sem eru tilbúnir til þess að leggja þessu mikilvæga trúnaðarstarfi lið í biskupsdæmi okkar leiti til sinna sókna og hafi samband við sinn sóknarprest. Á næsta ári ætlum við að efna til mótunarfunda í biskupsdæminu, þar sem við fáum vettvang til þess að deila reynslu og læra hvernig best er að miðla trúfræðslunni til barna okkar, unglinga og fjölskyldna.
Við felum starf allra trúfræðara á Íslandi í bænir okkar!