Kæru bræður og systur!
Kirkjukór Landakotskirkju vill bjóða ykkur öllum að taka þátt í fyrstu íhugunar- bænastundinni okkar eftir kvöldmessuna miðvikudaginn 3. febrúar í Landakotskirkju.
Kjörorð bænastundarinnar er ‘Í fótspor heilags Ignatíusar frá Loyola’. Þið getið beðið með kórnum okkar með því að syngja, raula eða bara hlusta og lofa Drottin okkar í ‘Contemplatio nr. 1. ’og Taize-söngvum.
Allir trúaðir og þeir sem enn leita að sannleikanum eru velkomnir!
Vinsamlegast notið andlitsgrímu og hlýðið 2 metra reglunni eftir að þið eruð komin inn í kirkjuna!
Aðeins 60 manns geta verið inni í kirkjunni í einu.
Ykkur er velkomið að deila þessu með öðrum!