Missio

Hvað er Heimstrúboðsdagurinn?

Sunnudagurinn 22. október er Heimstrúboðsdagurinn. Þetta er sérstakur sunnudagur þegar við biðjum fyrir kaþólskum trúboðum um allan heim. Í mörgum þessara landa, þar sem kirkjan er ný, ung eða fátæk, hafa þeir ekki næga peninga til að styðja allar kirkjur, sjúkrahús, skóla, starfsemi og þjónustu sem þeir láta fólkinu í té. Framlögin sem safnast í öllum heimshornum við allar messur á þessum sunnudegi renna til styrktar þessum kirkjum og öllu sem þær þarfnast.

Í trúfræðslustundinni síðastliðinn laugardag ræddum við við börnin um trúboðið um allan heim. Þau lærðu um að það er börn eru í öðrum löndum, sem rétt eins og þau, fara í trúfræðslu en eru mjög fátæk og þurfa hjálp þeirra til þess að geta lært. Börnin voru hvött til að huga að því að taka eitthvað af þeim peningum sem þau eyða í nammi til hliðar og gefa kirkjunni til trúboðs í öðrum löndum.

Söfnun fyrir heimstrúboðið verður í öllum messum dagana 21. og 22. október 2023.

EInnig er tekið við framlögum á bankareikning no. 0513-14-402966. Kennitala kirkjunnar: 680169-4629.

Related Posts