Aðstoð

Telefon Zaufania 1717 – Hjálparsíminn 1717

(polski poniżej) Á morgun, fimmtudag, 3. september verður opnuð þjónusta fyrir pólskumælandi einstaklinga á Hjálpasíma Rauða krossins 1717 og netspjallinu www.1717.is

Þjónustan verður opin á fimmtudögum frá kl. 20-23 framvegis.
Hópur pólskumælandi sjálfboðaliða hefur gengið til liðs við verkefnið og hlotið alla viðeigandi þjálfun til að sinna svörun. Markmiðið er að ná til pólskumælandi einstaklinga sem búa hér á landi.
Um 1717
1717 hefur frá árinu 2004 tekið á móti hundruði þúsunda erinda, í gegnum síma og netspjall, frá einstaklingum sem þurfa á aðstoð að halda.
Árlega berast um 15 þúsund erindi á borð 1717 og eru þau jafnólík og þau eru mörg. Flest snúa þau að sálrænum og félagslegum vanda á borð við þunglyndi, kvíða, sjálfsvígshugleiðingar, félagslegri einangrun og fjárhagsáhyggjum svo eitthvað sé nefnt.
Við verkefnið starfa um 100 sjálfboðaliðar sem veita sálrænan stuðning, virka hlustun og upplýsingar um úrræði í íslensku samfélagi. Það er ókeypis að hafa samband (t.d. þarf enga inneign til að hringja) og þjónustan er ætíð nafnlaus og í trúnaði.
Gott er að vita af og benda fólki á 1717, þar sem mikla reynslu má finna. Hjá okkur er sólarhringsopnun fyrir alla þá sem þurfa á því að halda. Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann.
Red Cross Helpline 1717 – Telefon Zaufania 1717
od czwartku 3 września również w języku polskim.
Telefon Zaufania 1717 i czat internetowy w języku polskim otwarty jest w czwartki w godzinach 20:00 – 23:00. Zapewniamy poufność i anonimowość, telefon jest bezpłatny.
Wyszkoleni i doświadczeni wolontariusze w każdym wieku odpowiadają na telefony 1717, a oto przykłady z jakich powodów dzwonią sami zainteresowani lub ich najbliżsi:
samotność, depresja, lęk, myśli samobójcze, samookaleczenie
zaburzenia odżywiania, zaburzenia psychiczne, smutek i szok
problemy finansowe, trudności w nauce, problemy mieszkaniowe, bezrobocie
kłótnie i problemy z komunikacją, zawody miłosne, uprzedzenia
problem bezpieczeństwa dzieci
przemoc seksualna, psychiczna i fizyczna, zastraszanie i dokuczanie
problemy zdrowotne, uzależnienie
problemy seksualne, seks, antykoncepcja, choroby przenoszone drogą płciową
Informacje o zasobach dostępnych w dowolnym momencie na Islandii
Lista ta nie jest wyczerpująca, kontaktować można się w każdej sprawie w celu otrzymania wsparcia psychologicznego, porady, wysłuchania lub otrzymania informacji o zasobach pomocy dostępnych w islandzkim społeczeństwie.

Related Posts