Reykjavíkurbiskup

Hirðisbréf Davids biskups 1. október 2023

Kæru bræður og systur,
Tékkneskt orðatiltæki hljómar skemmtilega. Það er svona: Skutek utek! Á íslensku merkir það að maður hefur góðar hugmyndir eða tillögur, en gerir ekkert til að koma þeim í framkvæmd, og vegna þess fer svo, að aðgerðin (skutek) hverfur (utek).
Allir skilja það betur í ljósi guðspjallsins sem fjallar um tvo syni sem faðir bað um að vinna á akrinum. Svar fyrra sonarins var fullt af eftirvæntingu: „Já, ég fer!“ En – skutek utek, ekkert gerist. Skemmtilegri er hinn sonurinn sem var í upphafi latur við að hlýða föður sínum en á eftir skipti hann um skoðun, fór og var að vinna þar allan daginn eftir ákvörðun föðurins.
Ég er viss um það, bræður og systur, að við öll þekkjum samt fólk sem breytir þannig. Þau eru alræmdir ráðgjafar. Þau hafa lausn fyrir allt en þegar kemur að því að gera eitthvað til að framkvæma það, þá kemur – skutek utek – þá gerist ekkert. En því miður, við sjálf erum stundum líka svona. Hve marga drauma eigum við? En langflestir þeirra stranda á því að við erum ekki nógu sterk til að hrinda þeim í framkvæmd. Reynum að breyta þessu hjá okkur sjálfum. Hér eru nokkrar tillögur.
Í biskupsdæmi okkar erum við leggja áherslu á nokkur byggingaverkefni:
1. Skipta um þak á Dómkirkjunni. Árið 2029 mun hún verða hundrað ára gömul dama. Komum og undirbúum fyrir hana nýjan „hatt“.
2. Við erum byrjuð að reisa nýju kirkjuna á Selfossi. Auðvitað leitum við hjálpar frá útlöndum en samt ætti það að vera fyrst og fremst vinna og fjármunir okkar sjálfra sem styðja þetta verk.
3. Í sókn heilags Péturs á Akureyri ætlum við að stækka mikið safnaðarheimilið. Það er bæði gott og nauðsynlegt. Gerum eitthvað til að þetta geti gerst.
4. Á Patreksfirði erum við að kaupa hús sem ætti í framtíðinni að vera miðpunktur fyrir nýja sókn heilags Patreks á Vestfjörðum. Við þurfum að breyta ýmsu þar og endurbyggja til að þetta geti þjónað ætlunarverki sínu.
5. Þá eru einnig nokkur minni verkefni sem við getum séð hér og þar í biskupsdæmi okkar.
Bræður og systur, lærum af seinni bróðurnum að gera eitthvað til að uppfylla þessi góðu verk. Veljum eitt af tilnefndum verkefnum og tökum þá ákvörðun að fylgja og styðja það frá upphafi til enda. Biðjum fyrir því, styðjum það reglulega með fjárframlögum og fylgjumst með hvernig þessi góðu verk vaxa. Orðatiltækið – skutek utek – aðgerð hverfur – er ekki gott! Leyfum ekki að aðgerðin hverfi. Gerum það besta til að þegar kemur að því að verkinu lýkur getum við sagt: „Jæja, ég var líka viðstaddur. Það tókst að klára góðu verkin.“ Takk fyrir athyglina og stuðning ykkar. Biðjið fyrir mér líka.
Bróðir ykkar og biskup David

Related Posts