Bæn

Heimstrúboðsdagurinn 17/18. október

DAGLEG BÆNAREFNI í messum októbermánaðar

Mánudagar: Að vér öðlumst kjark til að vera opin um trú vora á Jesú í skólanum, í vinnunni, í hverfinu og í fjölskyldu vorri.

Þriðjudagar: Fyrir andlegri vernd trúboðanna – gegn freistingum, vonleysi, óákveðni og drunga.

Miðvikudagar: Að trúboðar öðlist innsýn í það hvernig á að segja vantrúuðum frá kærleika Guðs og fyrirgefningu syndanna.

Fimmtudagar: Að trúboðar geti fljótt lært að tjá sig á tungumáli landanna þar sem þeir gegna þjónustu.

Föstudagar: Að Guð fyrirgefi oss syndir vorar, hugleysi og leti, þegar vér reynum að lifa kristnu lífi opinberlega og í trúfesti, vegna þess að það gerir öðrum erfitt fyrir að laðast að Guði.

Laugardagur/sunnudagur 3./4. október: Að Guð opni augu vor svo að vér sjáum hversu mjög fólkið sem vér umgöngumst þarfnast lifandi fordæmis vors um trú, von og kærleika, og að Guð gefi oss tækifæri og hugrekki til að segja öðrum frá því hvernig vér höfum upplifað gæsku hans.

Laugardagur/sunnudagur 10./11. október: Að kristnir trúboðar nálgist Drottin með bæn, Biblíulestri og þátttöku í sakramentunum, svo að boðun þeirra á fagnaðarerindinu beri mikinn ávöxt.

Laugardagur / sunnudagur 17./18. október   HEIMSTRÚBOÐS­SUNNU­DAGURINN: Að Guð hvetji sum úr vorum hópi til að yfirgefa land vort og halda á aðra staði þar sem kærleikur og fyrirgefning Guðs hefur gleymst eða verið hunsuð eða hefur jafnvel aldrei verið boðuð.

BÆNAREFNI RÓSAKRANSINS í októbermánuði

Mánudaga: Asía

Þriðjudaga: Suður-Ameríka

Miðvikudaga: Afríka

Fimmtudaga: Norður-Ameríka

Föstudaga: Ástralía og Eyjaálfa

Laugardaga: Evrópa

Sunnudaga: Að Guð reisi við / styrki trúboðana

Related Posts