Börn & ungmenni

Heimsæskulýðsdagurinn í Lissabon 1.-6. ágúst 2023

Við viljum bjóða öllu ungmennum sem eru að minnsta kosti 18 ára að slást í hópinn og vera fulltrúar Reykjavíkurbiskupsdæmis og Íslands á þessum frábæra viðburði.
(Þau sem eru undir 18 ára aldri geta tekið þátt í fylgd með fullorðnum)
Nú þegar er hægt að sækja um þátttöku á Heimsæskulýðsdeginum í Lissabon á eftirfarandi netfangi: ncm.ivan@gmail.com eða í síma 552 5388. Við skráningu þarf að greiða 40.000 kr. Heildarkostnaður við ferðina er áætlaður 140.000 kr. Hins vegar munum við gera okkar besta til að gera ferðina eins ódýra og hægt er fyrir ykkur.
Þetta felur í sér:
– flugmiði til Lissabon og til baka
– hópgisting í Lissabon
– matur
– ferðast með almenningssamgöngum á WYD svæðinu
– pílagrímapoki
Til að auðvelda greiðslu þátttökugjaldsins skiptum við því í þrjá hluta.
Auðvitað getið þið borgað allt í einu ef þið viljið.
– 40.000 kr. við skráningu
– 50.000 kr. til 1. febrúar 2023
– 50.000 kr. til 1. mars 2023
Lokadagur skráningar er 1. mars 2023.
Möguleiki verður á að framlengja pílagrímsferðina og fara á Daga í biskupsdæmunum í opinberri WYD dagskrá, dagana 26.-30. júlí 2023 fyrir 15.000 kr til viðbótar + kostnað við rútu- eða lestarmiða til og frá biskupsdæminu.
*allar dagsetningar eru opinberar WYD dagsetningar og líklega munum við bæta við einum degi fyrir og eftir fyrir flug okkar til og frá Portúgal. Takk fyrir,
Back to list

Related Posts