Piotr Majtyka, djákni í Reykjavíkurbiskupsdæmi, fór til Portúgal nýlega til að taka þátt í undirbúningi Heimsæskulýðsdagsins 2023 í Lissabon. Þetta hafði hann að segja að fundinum loknum.
Heimsæskulýðsdagurinn (HÆD) nálgast. Af því tilefni var haldinn þriggja daga langur undirbúningsfundur í Fatíma þar sem saman komu sendinefndir frá öllum heimshornum til að ræða, biðja og skipuleggja viðburðinn. Ég naut þeirra forréttinda að vera fulltrúi lands okkar og biskupsdæmis með Ivan Sovic, verkefnastjóra í biskupsdæmi okkar. Eins og við komumst að í Portúgal vorum við ekki einu þátttakendurnir sem voru ekki fulltrúar fæðingarlandsins. Ég hitti til dæmis nokkra pólska presta sem eru fulltrúar annarra samfélaga eða þjóða og fjöldann allan af ungu fólki frá Norðurlöndunum, en því miður enga Íslendinga. Við skulum vona að það breytist í framtíðinni …
Þetta var frábær tími í Fatíma, en það er staðurinn þar sem börnin þrjú undir 10 ára aldri hlutu blessun nærveru Maríu meyjar árið 1917. Við gátum séð kapelluna þar sem birtingar hennar áttu sér stað. Mestum tíma eyddum við í Miðstöð hl. Páls VI til að fá mikilvægar upplýsingar fyrir hópa okkar og ræða ýmis atriði varðandi undirbúning og þátttöku í WYD sem mun fara fram í Lissabon.
Það var auðvitað tími til að biðja fyrir WYD og öllu ungu fólki í heiminum, sérstaklega þeim sem ætla að taka þátt í þessari alþjóðlegu kristnu samkomu ungmenna næsta sumar. Síðasta daginn hittum við borgarstjórann í Lissabon og skoðuðum staðina fyrir helstu viðburði og hvernig starfinu vindur fram.
Hér og nú vil ég bjóða þér að slást í hópinn og fara með okkur til Lissabon í lok júlí-ágúst 2023. Það verður blessaður tími með þeirri einstöku upplifun að hitta ungt kristið fólk og páfann í því fagra og hlýja landi Portúgal.