Kæru prestar, nunnur og allir trúaðir í Reykjavíkurbiskupsdæmi:
Ég skrifa þetta til að segja ykkur aðeins frá reynslu minni í Danmörku síðustu vikuna í mars.
Þriðjudaginn 28. til fimmtudagsins 30. mars hittust trúfræðslufulltrúar frá Norðurlöndum í Klaustri heilagra Birgittusystra í Maribo suður af Kaupmannahöfn.
Tveir trúfræðarar frá Svíþjóð tóku þátt í fundinum, þrír frá Noregi, tveir frá Danmörku, einn frá Finnlandi og ég frá Íslandi. Á miðvikudagsmorguninn var monsignor Kozon, biskup Danmerkur, viðstaddur.
Þegar við hlustum á kynningarnar frá hinum löndunum getum við séð að þó að við séum öll hluti af Norðurlöndum, þá er mikill munur á þeim veruleika sem Kaþólska kirkjan verður að horfast í augu við.
Á fundardögunum tveimur kynntu löndin það starf sem þau höfðu unnið á liðnu ári, þýðingar, útgáfur, birtingu bóka og myndbanda, skipulagningu námskeiða fyrir trúfræðendur o.s.frv.
(Eftir að þeir komu komu á fundarstað og höfðu komið sér fyrir, fluttu fulltrúarnir frá Danmörku kynningu sína. Þeir sýndu hin ýmsu störf sem þeir hafa sinnt síðastliðið ár, þýðingar, útgáfur o.s.frv. Trúfræðsludeildin hefur einnig umsjón með helgisiðahlutanum í biskupsdæminu. Þeir hafa séð um ritstjórn hinnar nýja Messubókar, svo og tíðabæna í fjórum bindum, sem þeir vinna nú að.
Á miðvikudaginn byrjuðum við með messu sem Kozon biskup las ásamt séra Oddvari frá Noregi.
Fyrsta kynning dagsins var frá Finnlandi. Sá sem fer með trúfræðsluna í Finnlandi er einnig fræðslustjóri biskupsdæmisins. Finnland hefur þá sérstöðu að ef það eru þrír nemendur í bekk í skólanum sem biðja um kaþólska trúfræðslu, er ríkinu skylt að útvega þeim kennara. Hann sér um að finna þá sem geta veitt þeim trúfræðslu í skólanum. Mörg þeirra barna sem fá trúfræðslu í skólanum taka ekki þátt í safnaðarlífinu. Þess vegna er þetta eina tengingin sem þau hafa. Í sóknunum fer fram undirbúningur fyrir móttöku sakramentanna. Auk þess hafa þau útbúið bækur fyrir hvert trúfræðsluár. Draumurinn í Finnlandi er að geta stofnað kaþólskan skóla.
Þá var röðin komin að kynningu fulltrúa MISSIO nordica. Anna frá Svíþjóð kynnti starfið sem MISSIO sinnir í kirkjunni og útskýrði hvernig það varð til, en það var hin unga Pauline Jaricot sem byrjaði að stofna bænahópa fyrir trúboðið þar sem hver meðlimur gaf smáaura til trúboðsins. Smátt og smátt breiddist þetta postullega starf út og fékk samþykki biskupsins í biskupsdæmi hennar árið 1822, þegar hún var aðeins 22 ára gömul. MISSIO er opinber stofnun páfans til að aðstoða við trúboðið. Erindi Önnu hjálpaði til við að sjá hvernig við getum tekið þetta inn í trúfræðsluna í biskupsdæmunum, gefið börnum okkar og ungmennum trúboðshvatningu. Mismunandi hugmyndir komu upp um hvernig gera mætti þá sem eru í kennslu meðvitaða um nauðsyn trúboðsins og hjálpa trúboðunum andlega og efnislega…
Eftir hádegi var komið að mér að kynna biskupsdæmið okkar. Þar tjáði ég mig um raunveruleika eyjunnar okkar, mismunandi sóknir og raunveruleika trúboðsins hér. Að enn sé unnið að því að klára bekkjarnámskrána og birta hana á heimasíðu Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
Síðan kynntu norsku fulltrúarnir raunveruleika sinn og starfið sem unnið var á þessu ári. Í Noregi eru þrjú biskupsdæmi, á víðu svæði og með margvíslegan veruleika. Á þessu ári hafa þau unnið að þýðingu á Youcat fyrir fermingarbörn og búið til bækur fyrir kennara og ýmis verkefni fyrir börnin. Einnig hafa þau ítarefni á netinu.
Þennan dag, að kynningum loknum, gátum við heimsótt dómkirkjuna í Maribo, sem fyrir siðaskiptin var kirkja heilagra Birgittusystra og munkanna. Þar sýndi skrúðhúsvörðurinn okkur minjarnar sem þeir fundu faldar í miklum Kristi á krossi sem er í kirkjunni og kaleik frá kaþólskum tíma.
Á fimmtudaginn, eftir messu sem sr. Oddvar las, kom röðin að Svíþjóð. Í trúfræðslunefndinni er fjögurra manna teymi sem starfar stöðugt. Þau efna til trúfræðsluþings á þessu ári. Og þau halda námskeið fyrir trúfræðendur á hverju ári, og safnast saman í mismunandi borgum. Stundum biðja sömu sóknir þau um að heimsækja sig. Þau gefa út fréttabréf þrisvar á ári og birta þar nýju útgáfurnar sem þau hafa verið að vinna að o.s.frv.
Á tveggja ára fresti halda þau upp á trúfræðsludaginn og síðan bjóða þau öllum trúfræðendum til höfuðborgarinnar, halda vinnustofur og hitta biskupinn.
Þau hafa lengi verið með trúfræðslubækur fyrir hvern bekk í skólunum og halda áfram að selja þessar bækur í gegnum vefverslunina. Þau búa líka til aðventudagatöl, þjálfunarmyndbönd og bæklinga um skriftir. Þau hafa gert röð 30 daga hlaðvarpa (podcasts), með gospelsöng og spurningum til að hugleiða. Þau eru byrjuð með Instagram-rás. Þau hafa birt SICAMOR myndböndin, en það eru myndbönd fyrir fullorðna og börn með tilheyrandi spurningum til umræðu. Þau hafa einnig gert röð af myndböndum fyrir fermingarnar þar sem þau útskýra mismunandi efni. Fyrir hvern sunnudag hafa þau spjald með sunnudagsguðspjallinu og útskýringum fyrir börnin.
Á heimasíðu KPN er mismunandi hjálparefni fyrir trúfræðendur með föndri, hugmyndum o.fl.
Á Facebook-síðu sína setja þau mismunandi efni og þannig hafa þau samskipti við alla trúfræðendur og þar setja þau inn athugasemdir og deila reynslu sinni.)
Eins og þið sjáið er margt að læra af hinum Norðurlöndunum, þau hafa margar hugmyndir og frumkvæði sem gott væri að hrinda í framkvæmd í biskupsdæmi okkar.
Þegar ég velti fyrir mér muninum milli landanna, þá held ég að mikilvægustu þættirnir séu þessir: Þau hafa fólk sem helgar sig þessu starfi 100%, flestir þeirra eru innfæddir í landinu eða að minnsta kosti aldir upp í því landi, svo að tungumálið er ekki hindrun fyrir þau …. Þau hafa fjármagn sem þau geta notað til framleiðslu á prentuðu og stafrænu efni.
Að lokum held ég held, auk þess að höfða til örlætis allra til að taka virkari þátt í undirbúningi efnis fyrir biskupsdæmið okkar, að við megum ekki missa sjónar á þeirri staðreynd að það sem skiptir máli er að hvert og eitt okkar leiti sameiningar við Guð og þá endurspeglast það í okkar daglega postullega starfi. Markmið okkar er að færa sálir nær Guði í gegnum sakramentin og hjálpa þeim að eiga persónulega kynni við Jesú Krist og mjög náið samband, sérstaklega við Jesú í evkaristíunni.
Systir Pentecostes