Reykjavíkurbiskupsdæmi

Fundur samráðsvettvangs trú- og lífsskoðunarfélaga

Fimmtudaginn, þann 26. október sl. bauð forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson fulltrúum Samráðsvettvangs trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi á sinn fund á Bessastöðum. Um 30 manns mættu og forseti Íslands ávarpaði þá og hvatti í ljósi stríðsátaka í heiminum, þá einkum í Miðausturlöndum, til þess að efla hér á landi samstöðu trú-og lífsskoðunarfélaga með umburðarlyndi og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi. Fyrir hönd samráðsvettvangsins þakkaði séra Jakob Rolland forseta og ítrekaði vilja leiðtoganna að tala máli friðar og umburðarlyndis.

Sama kvöld bauð Frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, til kvölverðar á biskupssetri sínu. Hún þakkaði fyrir gott samstarf sem á sér stað innan þessa vettvangs.

Sjá einnig frétt á vef forsetaembættisins

Related Posts