Norðurlönd

Fundur Norræna biskuparáðsins

Dagana 15.-17. mars 2021 komu Norræna biskuparáðið saman til fundar. Vegna kórónufaraldursins var aðeins hægt að gera það á fjarfundi.

Norræna biskuparáðið sendir mótmælabréf til danskra stjórnvalda

Í bréfi til dönsku ríkisstjórnarinnar mótmælir NBK fyrirhuguðum lögum um skylduþýðingu prédikana sem haldnar eru á öðrum tungumálum en dönsku. Það er óréttlát kvöð, sérstaklega fyrir minnihlutakirkjur, og „stangast á við það umburðarlyndi og frelsi sem Danmörk er mjög stolt af“. Frumvarpið er þannig „alvarleg takmörkun á trúfrelsi“.

Biskuparáðstefnan dregur einnig í efa ætluð áhrif slíkra laga og að þau séu viðeigandi, því það er „afar vafasamt hvort prédikanir sem hvettu til niðurrifs“ yrðu yfirleitt gerðar aðgengilegar.

Biskuparnir biðja því dönsku ríkisstjórnina að draga fyrirhugað frumvarp til baka.

Kórónufaraldurinn – Takmarkanir hindra helgihald

Eins og öll lönd Norður-Evrópu verða Norðurlöndin einnig fyrir áhrifum af kórónufaraldrinum. Takmörkunum yfirvalda er fylgt í öllum löndum. Engu að síður fer gremja og áhyggjur vaxandi meðal biskupa, presta og trúaðra um það hvort og hvernig hægt sé að sinna helgihaldi páskanna á þessu ári. Tímatakmarkanir fyrir guðsþjónustur í 30 mínútur eins og í Danmörku eða guðþjónustur án þátttöku trúaðra eins og í Ósló er ekki hægt að framkvæma með gagnsæjum hætti meðan fjölmenn mótmæli gegn kórónuaðgerðum eru leyfð og skemmtigarðar opnir. Formaður ráðs evrópsku biskuparáðanna (COMECE) – Jean-Claude Hollerich kardínáli – hafði þegar í janúar lýst efasemdum sínum yfir „afar ströngum“ takmörkunum á helgihaldi kirkjunnar vegna kórónu-aðgerða. „Að takmarka réttindi einstaklinga með þessum hætti stofnar allri uppbyggingu grundvallarréttinda í hættu, sem byggir á hugmyndinni um algildi og innbyrðis tengslum þess við réttindi einstaklinga,“ sagði erkibiskupinn í Lúxemborg.

Hirðisbréf á Ári hl. Jósefs

Í tilefni af Ári hl. Jósefs, sem Frans páfi boðaði frá 8. desember 2020 til 8. desember 2021, skrifuðu norrænu biskuparnir hirðisbréf sem birt verður 25. mars 2021. Í því rifja þeir meðal annars upp hlutverk hl. Jósefs sem verndara flóttamanna og farandfólks. Örlög þessa fólks eru „alþjóðleg áskorun sem enginn getur og ætti að forðast“.

Myndatexti: Frá vinstri til hægri að ofan: Marco Pasinato (stjórnandi Helsinki), Systir Anna Mirijam Kaschner cps (aðalritari), Bernt Eidsvig Can.Reg biskup, Ósló, Anders Arborelius kardínáli OCD, Stokkhólmi, varaformaður.

Frá vinstri til hægri í miðröð: Preláti og biskup Berislav Grgic, Tromsø, preláti og biskup Erik Varden O.C.S.O., Þrándheimi, David Tencer biskup, OFMCap., Reykjavík, erkibiskup James Patrick Green, sendiherra Páfagarðs á Norðurlöndum.

Frá vinstri til hægri að neðan: Czeslaw Kozon biskup, Kaupmannahöfn, formaður, Peter Bürcher biskup emeritus, Reykjavík.

Related Posts