Minning

Frú Dorothea Olbrich – Minning

Frú Dorothea Maria Olbrich er fallin frá. Hún fæddist 26. febrúar 1929 í Efri-Slesíu (í dag í Póllandi) og lést 27. mars 2022 í Osnabrück í Þýskalandi.
Við minnumst Dorotheu Olbrich með hlýju og þakklæti. Hún helgaði líf sitt kirkjunni, þar sem ævistarf hennar hófst fyrir meira en 70 árum. Hún sinnti löngum trúfræðslu og var óþreytandi að skipuleggja námskeið og fræðslu um undirbúning fyrir hjónabandið, málefni fjölskyldunnar og önnur mikilvæg samfélagsmál.
Hún vann ennfremur ötult og óeigingjarnt starf í þágu Ansgarwerk samtakanna og reyndar lengi eftir að hún var opinberlega sest í helgan stein. Meginhlutverk Ansgarwerk samtakanna er stuðningur við kaþólska á Norðurlöndum. Hún sat í stjórn Ansgarwerk um árabil, þar sem hún kom að menntun presta og studdi þá í starfi sínu um öll Norðurlönd.

Við kveðjum frú Olbrich með vinsemd og þakklæti í huga og sendum aðstandendum hennar hugheilar samúðarkveðjur.

Bein útsending frá útför Frú Olbrich frá Dom St. Petrus í Osnabrück í Þýskalandi, laugardaginn 9. apríl 2022 kl. 11.00 verður á slóðinni: 

https://www.youtube.com/watch?v=dm7u3LsXE4c

Back to list

Related Posts