Fermingarfræðsla

FERMINGARFRÆÐSLA OG UNGT FÓLK

Þessi námskrá er ætluð ungmennum, sem eru að búa sig undir fermingu. Hluta hennar má laga að þörfum ungs fólks.

Markmið fræðslunnar er að þroska samband ungmennanna við Krist og  hjálpa þeim til að taka sjálfstæða ákvörðun um að tilheyra kaþólsku Kirkjunni.  Fermingarfræðslan skal taka tvö ár og skal fermingarbarnið verða að minnsta kosti 13 ára árið sem það fermist.  Kennarar skulu halda góðu sambandi við foreldra og hvetja þá til að hittast reglulega.

Ef unnt er skal láta fermingarvotta taka einhvern þátt í fræðslunni.

Oft koma ungmenni til fremingarfræðslu sem hafa ekki tekið þátt í trúfræðslu áður.  Þess vegna er mikilvægt að endurtaka og dýpka það efni sem áður var farið yfir. Töluvert af fyrra efni er talið upp í námsáætluninni.

Það er mjög mikilvægt fyrir kaþólsk ungmenni að hitta aðra kaþólska unglinga og fá tækifæri til að iðka trú sína í sameiningu, t.d. í sumarbúðum.  Undir slíkum kringumstæðum gefst tækifæri til að æfa náungakærleika og gera bæn og helgihald að eðlilegum hluta lífsins. Það ætti að gera öllum fermingarbörnum mögulegt að taka þátt í sumarbúðum fyrir fer

  1. 1. Trú kirkjunnar

Ungmennin eiga að þekkja:

Efni trúarjátningarinnar.

Guð er til og er faðir okkar.  Rök fyrir tilvist Guðs.  

Umfjöllun um trú og þekkingu.

Guð er skapari alls og heldur öllu við.

Hann elskar alla menn og sköpunarverk sitt.

Jesús Kristur er sonur Guðs, sannur Guð og sannur maður,

fæddur af Maríu mey.

María er móðir Guðs og allrar kirkjunnar.

Jesús Kristur dó á krossi til að frelsa alla menn frá eilífum dauða.

Jesús Kristur reis upp frá dauðum og mun aldrei deyja.

Kirkjan væntir endurkomu hans í dýrð.

Jesús Kristur lifir í kirkju sinni og er ávallt með okkur.

Allir þeir, sem skírðir eru hafa fengið heilagan Anda og þessi Andi leiðir okkur og styrkir dag eftir dag.

Guð fyrirgefur allar okkar syndir.

Í skírninni erum við orðin börn Guðs og vorum tekin upp í kirkjuna og tilheyrum ákveðnum, staðbundnum söfnuði.

Við lifum hér á jörð með von um líf á himnum.

Hentugt nýtt efni er eftirfarandi:

Gjafir heilags Anda.

Hvernig kaþólska kirkjan lítur á sig sem líkama Krists og þjóð Guðs á vegferð í gegnum söguna.

Hvernig kaþólska kirkjan lítur á önnur trúarbrögð, einkum gyðingdóm og íslam.

Mismunandi kallanir í kirkjunni, andlegar kallanir og köllun til hjúskapar.

Ungmennin eiga að hafa:

Tekið virkan þátt í starfi safnaðarins með ákveðnu verkefni.

  1. 2. Helgihaldið

Uppbyggingu messunnar og kunna messusvörin.

Tíma kirkjuársins og mismun á þeim.

Sakramentin, einkum ferminguna, innihald þeirra og helgihald.

Sögu helgisiðanna.

Ungmennin eiga að:

Hafa tekið virkan þátt í helgihaldi safnaðarins, sem messuþjónn, lesari eða forsöngvari.

Þau eiga að vita:

Að Jesús Kristur er raunverulega nærstaddur í evkaristíunni og við tökum alltaf á móti honum í altarissakramentinu.

Að til eru mismunandi form helgihalds, bæði hátíðlegt og einfalt.

Að vita um þýðingu fegurðar í helgihaldinu og hlutverk kristni í myndlist og tónlist.

Að messan er annars konar raunveruleiki en daglegt líf.

Að fá sjálf að undirbúa messu eða bænastund en hafa í huga að helgihaldið er fyrir alla kirkjuna.

Að þekkja föstu eða annars konar sjálfsögun.

Ungmennin eiga að hafa tekið þátt í:

Stórhátíðum kirkjuársins.

Farið reglulega til skrifta.

  1.   3. Kristið líf

Efni sem kennt er á fyrri stigum skal endurtaka og dýpka.  Á þessum aldri er oft mikilvægt að geta talað af heiðarleika, skilningi og næmni um samlíf fólks.

Nýtt efni, sem bæta má við:

Kærleikur Guðs til okkar og kærleikur kristins manns til Guðs og náungans.

Hvers vegna kirkjan fjallar eins og hún gerir um ásta- og fjölskyldulíf og að hún byggir kenningu sína á skynsemi.

Mikilvægi þess að virða eigin takmörk og annarra.

Siðfræðilegar hugleiðingar um hvernig það, sem leyfilegt er lögum samkvæmt, getur verið siðferðilega rangt.

Að þar sem hugsjónir Kirkjunnar og raunveruleiki mannlegrar hegðunar stangast á er að finna fyrirgefningu Jesú Krists.

Köllun kristinna manna til að sýna samstöðu.

Það hlutverk að bera trúnni vitni og taka ábyrgð í söfnuðinum,sem fylgir fermingunni

  1. 4. Kristin bæn

Ungmennin þurfa að vita:

Að efasemdir og hræðsla eru hluti af lífi kristins manns og hindra ekki bænina.

Þegar við þráum Guð er hann okkur þegar nærri.

Ekkert er of lítið eða of stórt til að biðja um það.

Saltarinn er bænabók kirkjunnar.

Það er nauðsynlegt að kunna nokkrar bænir utanbókar, svo sem Faðir vorið, Heil sértu María svo og Postullega trúarjátningu.

Að tala má við Guð í bæn á mismunandi vegu,

með fyrirfram mótuðum bænum eða með bæn frá eigin brjósti.

Um innri bæn og tilbeiðslu.

Að það er auðveldara að biðja ef beðið er reglulega.

Að bænin er einföld og eðlislæg.

(með „eðlislæg” er átt við að bænin liggur í eðli mannsins, sem er skapaður í Guðs mynd).

Hún er hvorki óeðlileg né flókin.

Ungmennin ættu að fá stutta kyrrðardaga (eða kyrrðardag).

  1. 5. Biblíuþekking og kirkjusaga

Ungmennin eiga að vita:

Að í Biblíunni eru margar ólíkar tegundir texta og ekki má lesa og skilja þá alla á sama hátt. 

Kirkjan hjálpar okkur til að túlka Biblíuna.

Leggja skal áherslu á kaþólskan skilning Biblíunnar.

Að Gamla testamentið var Biblía Jesú og að það fjallar um Ísraelsþjóð og Guð.

Að kirkjan túlkar Gamla testamentið og lítur á sig sem þjóð Guðs.

Að Nýja testamentið var skrifað eftir dauða og upprisu Jesú og að það fjallar um hann.

Að Guð talar sjálfur til okkar í Biblíunni og það greinir hana frá öllum öðrum bókum.

Kall Guðs og svar mannsins gengur eins og rauður þráður gegnum líf kristins manns.

Ungmennin eiga að æfa sig í að lesa Biblíuna og ræða um hana þannig að þau geti tengt hana sínu eigin lífi.

Postulasagan er grundvöllur fyrir umræðu um embætti og kennivald.

Kirkjulegar hátíðir eiga sér sérstaka biblíutexta.

Þau þurfa að læra að fletta upp í Biblíunni, vita hvernig hún er byggð upp og hvaða bækur eru í henni.

Kirkjusaga:

Kaþólska kirkjan sem samfélag manna um allan heim með 2000 ára sögu.

Kaþólska kirkjan á Íslandi nú á tímum.

Akureyri, 15. ágúst 2009,

Séra Hjalti Þorkelsson

Approbatio, September 2009,