Krists Konungs Sókn

Endurbætur á Dómkirkju Krists Konungs

Dómkirkja Krists konungs í Landakoti var vígð þann 23. júlí 1929 – og því munum við fagna 100 ára afmæli dómkirkjunnar innan fárra ára.

Einn þáttur í undirbúningi aldarafmælisins eru umfangsmiklar og nauðsynlegar viðgerðir á kirkjubyggingunni og á aðstöðu til helgihalds, s.s. innréttingum og tækjabúnaði.

Brýnasta og stærsta verkefnið er endurnýjun þaks dómkirkjunnar.

Við viljum við benda áhugasömum sem vilja styðja við áframhaldandi framkvæmdir að við tökum við framlögum með millifærslu á eftirfarandi bankareikning:

  • Reikningur í Íslandsbanka: 0513-14-604447
  • Kennitala: 680169-4629

Á undanförnum árum hafa ýmsar endurbætur farið fram:

  • Hátalara- og hljóðkerfi hefur verið endurnýjað.
  • Nýtt Maríugerði var blessað þann 24. janúar 2023, þar sem líkneski Reykhóla-Maríu hefur fengið veglegan stall í kirkjunni.
  • Framkvæmdir við endurnýjun á þaki kirkjunnar hefjast í apríl 2024.

Öllum sem hafa stutt framkvæmdir við bygginguna og endurnýjun á hús- og tækjabúnaði færum við innilegar þakkir.

Related Posts