Fyrir rausnarlegan stuðning ykkar fjármagnar alheimsnet MISSIO menntun yfir 25.000 framtíðarpresta og 11.000 reglusystra á ári hverju. Prestaskólar eru studdir bæði með fjárframlögum og námstyrkjum. Við áttum nýlega spjall við séra Vincent, landsstjóra MISSIO í Malaví, sem sagði frá því hve dýrmætur og mikilvægur stuðningurinn frá MISSIO var honum og hve mikil áhrif sá styrkur hefur haft á líf hans og svo margra annarra.
„MISSIO styður heilbrigðisþjónustu í fjölda þróunarlanda eins og Malaví, sjúkrahús og heilsugæslustöðvar… alla nauðsynlega læknisþjónustu,“ útskýrir séra Vincent. „Ég fæddist ekki á MISSIO sjúkrahúsi en við nutum heilbrigðisþjónustu hjá þeim frá því ég var mjög ungur og síðan öll mín uppvaxtarár.
„Grunnskólinn minn var styrktur af MISSIO. Margt af mikilvægu fólki í Malaví hlaut menntun í skólum á vegum kirkjunnar. Núverandi forseti landsins og einnig varaforseti gengu í framhaldsskóla sem reknir eru af kaþólsku kirkjunni, styrktir af MISSIO. Fæðing mín, grunnnám og framhaldsnám var allt styrkt af MISSIO. Að sjálfsögðu áttaði ég mig ekki almennilega á því hve stórt hlutverk Missio lék í mínu lífi fyrr en ég var ráðinn í stöðu landsstjóra MISSIO!“
Þegar séra Vincent var við prestnám í St. Peter’s Major Seminary í Malaví, hóf Teresa Gleeson frá Bury St. Edmunds að styrkja hann. Styrktaráætlun MISSIO parar presta í þjálfun erlendis við fólk í Englandi og Wales sem styður þá bæði fjárhagslega og andlega.
Styrktaraðilar hafa möguleika á að skrifast á við prestnemann sinn í gegnum MISSIO skrifstofuna og rektor prestaskóla nemandans. Þó að sumir vilji það ekki, finnst öðrum að bréfaskipti séu nauðsynlegur hluti þess að vera styrktaraðili, að skiptast á bréfum, að fá fréttir af sókninni og ljósmyndir á meðan neminn er við nám.
„Teresa var (andleg) móðir mín,“ segir séra Vincent. „Auðvitað hittumst við aldrei í eigin persónu, en hún deildi trú sinni í bréfum sínum, bænum og fjárhagslegum stuðningi sínum. Hún var vön að skrifa mér bréf til þess að hvetja mig og deila með mér því sem hún var að gera sem trúuð kaþólsk manneskja og bað fyrir mér.
„Bænum Teresu Gleeson var svarað. Hún gerði mig að því sem ég er!“ og hann hlær. „Hún fór með bænir fyrir mig og hér er ég: Ég er prestur. Ég er hið lifandi dæmi: svarið við Jesú Kristi og hins Heilaga sakramentis.“
„Ég var menntaður fyrir tilstuðlan MISSIO, og fyrir náð Guðs er ég nú framkvæmdastjóri MISSIO í Malaví. Svo í dag gef ég áfram það sem Teresa gerði fyrir mig. Ég kenni fólki um mikilvægi þess að styrkja og biðja fyrir prestnemum og biðja fyrir því að ungir menn gerist prestar.“
Séra Vincent er ljóst hversu mikilvægt styrktaraðilafyrirkomulagið er fyrir hlutverk kirkjunnar sem felst í að kveikja á kærleika Guðs um allan heim. „Þið verðið að halda þessu [styrktarfyrirkomulagi] áfram gangandi,“ segir hann, „því að á eftir mér þurfa prestar að halda áfram að koma, að eilífu… við þurfum presta um alla framtíð.“
„Teresa dó árið 2019. En hún heldur áfram að lifa í gegnum mig og í fyrir hvatningu mína og kennslu í Malaví. Hún mun halda áfram að lifa að eilífu, því að það sem ég er að kenna í dag munu aðrir halda áfram að kenna í framtíðinni.
„Ég sé í dag ungt fólk í prestaskólanum sem ég styrki og hvet í gegnum MISSION Together (Barnadeild MISSIO) í Malaví. Ég veit fyrir víst að í þeirra hópi eru prestar framtíðarinnar. Og ég veit að meðal sumra úr fjölskyldu minni, systkina minna og frændfólks, að þar er að finna verðandi presta og reglusystur! Það er auðvitað ekki ég sem ræð því, það er Jesús sem vinnur í gegnum mig.
„Starf MISSIO snýst allt um að miðla hinu góða til mannkynsins um allan heim, sérstaklega á þeim stöðum sem búa við mikla neyð, eins og ungu kirkjurnar, fátæku kirkjurnar í Malaví, Simbabve, Sambíu, Indlandi og í mörgum öðrum heimshlutum.
„Ég þekki allt það það góða sem Teresa hefur gert fyrir mig og alla kirkjuna í gegnum MISSIO. Og ég er viss um að hún hlýtur að vera á betri stað á himnum, hjá Jesú og móður Maríu og hinum heilögu.“
- Grein úr vorútgáfu MISSIO.org.uk 2014 af „Mission Today“
