Reykjavíkurbiskup

David biskup í Minnesota

Þann 10 apríl sl. kom David biskup til Minnesota til að heimsækja prestaskólann Immaculate Heart of Mary og til að fara á samkomu þeirra biskupa sem senda prestnema þangað. Þetta er árleg samkoma sem er haldin í Rochester til þess að efla stuðning við prestaskólann og veita þeim sem hafa styrkt hann mikið sérstaklega viðurkenningu.  Alls voru fimm biskupar, þar á meðal Barron biskup, og nokkur hundruð manns sem komu saman þetta kvöld.

David biskup las messu í prestaskólanum og í Basilíku heilags Stanislaus Kostka, sem er í Winona. Sunnudagsmessan var sérstaklega hátíðleg því margir prestnemar komu og þjónuðu við messuna sem biskupinn las. Séra Patrick Arens, góður vinur biskupsdæmisins okkkar, er sóknarprestur þar. Eftir að hann og biskupinn lásu messu þar bauð hann okkur heim til sín í mat, þar sem var grillað nautakjöt.

Winona er í dal Mississippí-áar og það er mjög fallegt allt í kring. Leiðin frá flugvellingum keyrir meðfram ánni og einnig eru flottir útsýnisstaðir í Winona. Við nutum þess að virða landslagið fyrir okkur á leiðinni til og frá Winona.

Ólafur Jóhannesson

Related Posts