„Náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag Heilags Anda sé með yður öllum.“ 2Kor 13,13
Með gleði og þakklæti í hjarta bjóða Karmelsystur hins Guðdómlega Hjarta Jesú þér og fjölskyldu þinni að taka þátt í þakkarmessu vegna 25 ára klausturheitis
Systur M. Beatriz af Alheilagri Þrenningu.
David biskup Tencer leiðir athöfnina þann 1. júlí 2023 í Kaþólsku kirkjunni á Akureyri, Íslandi, kl. 11.
Það væri okkur mikil ánægja ef þið sjáið ykkur fært að mæta. Einnig myndi það gleðja okkur að með bænum ykkar biðjið þið fyrir nýjum köllunum í regluna sem fagnar afmæli stofnunar sinnar þann 2. júlí.
M. Beatriz af Alheilagri Þrenningu
Álfabyggð 4, Akureyri – Ísland