Þann 10. júlí nk. verður farin pílagrímsferð á Snæfellsnes. Í ferðinni verður messað í kirkjunni á Staðarstað á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þá mun einnig fara fram vígsla minningarsteins um franska sjómenn sem fórust við strendur Snæfellsnes í mars 1870 og eru grafnir í kirkjugarðinum á Staðarstað.
Hér má sjá dagskrá pílagrímsferðarinnar í heild sinni:
8:30 Brottför frá Landakoti (Túngötu 13, 101 Reykjavík)
9:00 Brottför frá Breiðholti (Raufarseli 4, 109 Reykjavík)
10:00 – 10:15 Fimmtán mínútna hlé í Borgarnesi
11:00 – 12:30 Hádegishlé á N1 í Bakkatungu
12:30 Haldið til Staðarstaðar
13:00 Blessun minningarsteins og Heilög Messa
14:30 Haldið af stað til Hellna
15:00 Maríulind
16:00 / 16:30 Haldið heim til Reykjavíkur
Þeir sem ætla með í ár eru beðnir að skrá sig í síma 552 5388, eða á bokasafn@catholica.is
Þátttökugjald 6000 kr. fyrir fullorðna, 2000 kr. fyrir börn að 12 ára aldri.
Bankareikningur: 513-26-002626, kennitala: 680169-4629.