Páfagarður

Benedikt XVI páfi emeritus látinn

Við kveðjum Benedikt XVI páfa: „Auðmjúkur verkamaður í víngarði Drottins“

Hinn 95 ára gamli páfi, emeritus Benedikt XVI, lést á laugardaginn klukkan 9:34 í bústað sínum í Mater Ecclesiae klaustrinu í Vatíkaninu þar sem hann bjó eftir að hann afsalaði sér páfadómi árið 2013.

„Með sorg í hjarta tilkynni ég að páfi emeritus, Benedikt XVI, lést í dag klukkan 9:34 í Mater Ecclesiae klaustrinu í Vatíkaninu. Nánari upplýsingar verða veittar eins fljótt og auðið er. Frá og með mánudagsmorgni, 2. janúar 2023, mun líkami emeritus páfa standa uppi í Péturskirkjunni svo að hinir trúuðu geti vottað virðingu sína.“

Nokkrir dagar eru liðnir síðan fréttir bárust af því að heilsufar páfa emeritus færi versnandi. Frans páfi deildi sjálfur opinberlega fréttum um hrakandi heilsu forvera síns í lok síðasta ávarps páfa á þessu ári, 28. desember sl. Páfi bauð áheyrendum að biðja fyrir páfa emeritus, sem væri„afar veikur,“ svo að Drottinn gæti hughreyst hann og stutt hann. Í kjölfar þessa ákalls tók fólk um allan heim sig saman til þess að biðja fyrir Benedikt og fjöldamargar kveðjur um samhug og samstöðu bárust frá veraldlegum leiðtogum.

Yfirmaður skrifstofu Páfagarðs Matteo Bruni, tjáði blaðamönnum að Frans páfi muni jarðsyngja páfa emeritus þann 5. janúar klukkan 9.30 að evrópskum tíma, á Péturstorgi. Hann bætti við að frá og með mánudegi muni lík Benedikts XVI standa uppi í Péturskirkju svo að almenningur geti vottað virðingu sína með bænum og lokakveðju.

Bruni greindi einnig frá því að miðvikudaginn þann 28. desember síðdegis hefði páfi emeritus tekið við sakramenti sjúkra í klaustrinu við lok heilagrar messu. Og loks upplýsti hann blaðamenn að Benedikt hefði sérstaklega óskað eftir því að allt – þar með talin jarðarförin – skyldi einkennast af einfaldleika og látleysi, rétt eins og hann hafði sjálfur lifað lífi sínu.

Byggt á grein Vatican News: Farewell to Benedict XVI: ‘Humble worker in vineyard of the Lord’ – Vatican News

Back to list

Related Posts