Reykjavíkurbiskupsdæmi

Bænavikan 18. til 25. janúar 2021

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristninnar 2021 hefst með útvarpsguðsþjónustu frá Grensáskirkju sunnudaginn 17. janúar kl. 11. Guðsþjónustan er í umsjá Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi og byggir á efni frá bænasamfélaginu í Grandchamp í Sviss.
Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristninnar er haldin árlega frá 18. – 25. janúar. Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu. Bænavikan er undirbúin af kirkjum sem tilheyra samkirkjulegum samtökum er nefnast Alkirkjuráðið (World Council of Churches) og Rómversk-kaþólsku kirkjunni.
Hér á landi er bænavikan undirbúin af Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi og samkirkjulegum hópum á Akureyri og víðar. Í Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga eru Aðventkirkjan, Betanía, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnukirkjan, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn, Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Vegurinn og Þjóðkirkjan.