Bæn

Bænarefni páfa: Fyrir þolendum misnotkunar

Bænarefni Frans páfa í mars 2023: Fyrir þolendum misnotkunar

(Vatican News) Í bænarefni sínu fyrir mars 2023, biður Frans páfi fyrir þolendum misnotkunar og segir að kirkjan verði að vera fyrirmynd þegar kemur að vernd og að því að skapa öruggt rými fyrir þolendur.

„Til að bregðast við tilfellum ofbeldis, sérstaklega þeim sem framin eru af meðlimum kirkjunnar, nægir ekki að biðja fyrirgefningar“ segir Frans páfi í myndbandsskilaboðum sínum þar sem hann tilkynnir bænarefni sitt fyrir mars 2023.

Í boðskap sínum fullyrðir hann að fórnarlömb verði að vera í aðalhlutverki hvað varðar viðbrögð við misnotkun og segir að „sársauki þeirra og sálræn sár geti fyrst byrjað að gróa ef þau fái svör – þegar það er gripið til áþreifanlegra aðgerða til að takast á við hryllinginn sem þau hafa orðið fyrir og komið í veg fyrir að hann endurtaki sig.“

Frans páfi fullyrðir ennfremur  að kirkjan geti ekki falið misnotkun, sama hvar hún á sér stað, heldur verði hún að vera fyrirmynd í viðbrögðum sínum við misnotkun – þar á meðal með því að varpa ljósi á málefni misnotkunar í samfélaginu og í fjölskyldum.

Sem hluti af því svari verður kirkjan einnig að „bjóða upp á öruggt rými fyrir fórnarlömb til að hlusta, veita sálrænan stuðning og vernd.

Við skulum biðja fyrir þeim sem hafa þjáðst vegna ranglætis sem meðlimir kirkjunnar hafa beitt þau; megi þau finna innan kirkjunnar sjálfrar áþreifanleg viðbrögð við sársauka sínum og þjáningu.

Related Posts