Alþjóðamál

Bænadagur fyrir friði í Úkraínu

26. janúar bænadagur vegna ástandsins í Úkraínu
Frans páfi lýsir áhyggjum af aukinni spennu sem ógnar friði í Úkraínu og kallar eftir því að miðvikudagurinn 26. janúar verði bænadagur fyrir friði.

Í lok Angelus ávarps sl. sunnudag lýsti Frans páfi yfir áhyggjum sínum af aukinni spennu sem ógnar  friði í Úkraínu og öryggi á meginlandi Evrópu almennt, í ljósi víðtækari afleiðinga hvers kyns átaka. Til að bregðast við því hefur páfi lagt til að næstkomandi miðvikudagur 26. janúar verði bænadagur fyrir friði.

„Ég ákalla allt fólk af góðum vilja að biðja til almáttugs Guðs um að allar pólitískar aðgerðir og frumkvæði megi þjóna bræðralagi manna frekar en flokkshagsmunum.

Páfi hefur oftsinnis lýst yfir áhyggjum sínum af spennunni í Úkraínu  og hvatt alla til að biðja fyrir friði og að viðræður og samningaviðræður verði nýttar til þess að leysa ástandið.

Related Posts