Heilagir

Bæn til heilags Jósefs úr páfabréfinu „Patris corde“

Í páfabréfinu „Patris corde“ („Með föðurhjarta“) minnist Frans páfi þess að 150 ár eru liðin frá því að heilagur Jósef var útnefndur verndari alheimskirkjunnar. Í tilefni af þessum tímamótum hefur páfi boðað „Ár heilags Jósefs“ sem hófst þann 8. desember 2020 og stendur til 8. desember 2021.

Bæn til heilags Jósefs úr páfabréfinu „Patris corde“

Heill sé þér, verndari Endurlausnarans,
og brúðgumi sællar Maríu meyjar.
Þér treysti Guð fyrir Syni sínum;
á þig setti María traust sitt;
með þér varð Jesús að manni.

Ver þú einnig oss, sæli Jósef,

sem faðir

og leið oss á lífsins vegi.

Afla oss náðar, miskunnar og hugrekkis

og vernda oss frá öllu illu. Amen.

Related Posts