Alþjóðamál

Ákall um frið í Úkraínu

Í Guðs nafni, hættið!

Ákall um frið í Úkraínu

Hans ágæti Gintaras Grušas, erkibiskup í Vilnius og forseti Evrópsku biskuparáðstefnunnar (CCEE), sendir einlægt ákall um frið í Úkraínu þar sem hann er staddur á fundi sem ber yfirskriftina: „Miðjarðarhafið, landamæri friðar“ sem stendur yfir í Flórens um þessar mundir.

Kirkjur í Evrópu fordæma harðlega það sem hefur átt sér stað í Úkraínu í gærkvöldi. Við verðum að vinna saman og af einurð, til að binda tafarlaust enda á yfirgang Rússa og gera allt sem unnt er til að vernda saklausar konur, karla og börn: Í Guðs nafnið, stöðvið átökin tafarlaust!

Alþjóðasamfélagið og einkum Evrópusambandið, ætti að láta einskis ófreistað til að stöðva þessi átök, megi vopnin víkja fyrir samskiptum og samningaviðræðum og að alþjóðalög, sjálfstæði og landhelgi Úkraínu verði virt. Við verðum að leitast við að binda enda á stríð sem myndi óhjákvæmilega breiðast út frá Úkraínu til nágrannaríkja og verða ógn við gervalla Evrópu.

Evrópsku biskuparnir og kristnu samfélögin biðja fyrir fórnarlömbum þessara átaka og fyrir fjölskyldum þeirra. Hugur þeirra er með þeim sem þjást af völdum þessara ofbeldisverka og þeir leggjast á eitt með ákalli Frans páfa um bæn og föstu fyrir friði: „Megi friðardrottningin varðveita heiminn fyrir brjálæði stríðsins“.

Kærar kveðjur

Fr Antonio

________________________

Don Antonio Ammirati

Varaframkvæmdastjóri og talsmaður Evrópsku biskuparáðstefnunnarCSEE – Consilium Conferentiarum Episcoporum Europae

Related Posts