Monsignor Tadeusz Kondrusiewicz, erkibiskup í Minsk og forseta biskuparáðs Kaþólskra biskupa í Hvíta-Rússlandi hefur, frá 31. ágúst sl., verið meinað að snúa aftur til heimalands síns eftir dvöl í Póllandi, þar sem hann tók þátt í hátíðahöldum til heiðurs Maríu mey í Czestochowa.
Stjórn evrópska biskuparáðsins lýsir yfir stuðningi allra Kaþólskra biskupsdæma Evrópu við Mgr. Kondrusiewicz og við kirkjuna í Hvíta-Rússlandi í þessu viðkvæma máli og gerir ákall Frans páfa „um að efna til viðræðna, hafna ofbeldi og bera virðingu fyrir réttlæti og lögum“ að sínu. Og, ásamt páfa, fela „alla Hvít-Rússa að vernd Maríu meyjar, friðardrottningar“.
Ásamt því að biðja fyrir hinum ástkæra presti og allri Hvít-Rússnesku þjóðinni, vænta þeir þess að erkibiskupinn í Minsk snúi umsvifalaust aftur til síns heima og til biskupsstarfa sem fyrst. Þeir hvetja alla aðila til að skuldbinda sig til þess að leysa ágreininginn á friðsamlegan hátt og af ábyrgð með velferð einstaklinga og samfélagsins alls að leiðarljósi.
Saint Gallen, 3. september 2020