Lúxemborg, 15. mars 2024. Vorfundi Norræna biskuparáðsins (NBK) lauk á föstudaginn var. Meginumfjöllunarefni ráðstefnunnar var „sýnódan“
Upphaf undirbúnings fyrir seinni hluta allsherjarsýnódu biskupanna
Undirbúningur undir seinni hluta biskupasýnódunnar sem Frans páfi hefur boðað til var fyrirferðarmikill þáttur í ráðstefnunni. Spurningin sem aðalskrifstofa sýnódunnar hefur gefið út: „Hvernig getum við verið kirkja sýnodunnar í trúboðinu?“ mun verða rætt á mismunandi stigum í öllum löndum sem eiga fulltrúa á Norrænu biskupaáðstefnunni. „Samráð sýnódunnar er ekki valkostur – hún er það sem þörfnumst á vorum dögum, til þess að sigrast á sundrungu og skautun“ sagði Kozon biskup í opnunarávarpi sínu.
Vandlæting og sorg – „árásir Rússa hafa einnig áhrif á okkar lönd“
Norrænu biskuparnir lögðu þunga áherslu á samstöðu sína með íbúum Úkraínu og lýstu yfir vandlætingu sinni á árásarstríði Rússa og einnig sorg vegna þeirra fjölmörgu mannslífa sem hafa glatast. „Árásargirni Rússa vekur einnig áhyggjur í löndum okkar: Fyrir fáeinum dögum tilkynnti Rússland um flutning herflokka að finnsku landamærunum“.
Yfir 200.000 flóttamenn frá Úkraínu hafa leitað skjóls á Norðurlöndunum,
Á Íslandi, einu og sér, hefur fjöldi þeirra tuttugufaldast á undanförnum árum, að því er fram kemur í tilkynningu Bohdan Dzyurakh biskups og stjórnanda Austrómversku réttrúnaðarkirkjunnar í Þýskalandi og á Norðurlöndunum.
Ákall um lausn ísraelsku gíslanna og mannúðaraðstoð til Gaza
Nú er lífi 2,2 milljóna Palestínumanna og þá einkum íbúa Gaza-svæðisins, ógnað af völdum hungursneyðar.
„Full vonar biðjum við fyrir og einum rómi krefjumst við tafarlauss vopnahlés í Miðausturlöndum. Brýn þörf er á samningaviðræðum um að sleppa gíslunum og veita íbúum Gaza mannúðaraðstoð. Alþjóðlegt viðleitni til þess að eiga samræður getur „opnað nýja pólitíska leið til varanlegs friðar, rétt eins og þörf er á fyrir önnur stríðshrjáð svæði í heiminum.
Pílagrímum í Landinu helga hefur fækkað verulega. Þetta er átakanlegur veruleiki sem blasir við fólkinu sem er fjárhagslega háð pílagrímsferðunum. Biskuparnir þakka öllum fyrir bænir og stuðning í söfnun föstudagsins langa 2024 fyrir Landið helga, þá sérstaklega með tilliti til núverandi neyðarástands.