Alþjóðamál

2. mars: Dagur bænar og föstu fyrir Úkraínu

Frans páfi tilkynnti dag bænar og föstu fyrir Úkraínu á öskudag, 2. mars
(23.02.2022 Vatican News)
Frans páfi segist harmi sleginn yfir ástandinu í Úkraínu og boðar „Dag föstu fyrir friði“ á öskudag 2. mars.
Í ávarpi sínu, miðvikudag sl., hvatti Frans páfi eindregið til að friði yrði komið á í Úkraínu og kvað stríðsógnina hafa valdið „miklum sársauka í hjarta mínu“.
„Þrátt fyrir diplómatískar tilraunir síðustu vikna,“ sagði páfi, „blasa við sífellt skelfilegri atburðir,“ sem valda fólki um heim allan angist og sársauka.
„Enn og aftur er friði ógnað vegna hagsmunum valdaafla,“ sagði hann. Frans páfi höfðaði til þeirra „sem fara með pólitíska ábyrgð að hvatti þá til að skoða samvisku sína alvarlega frammi fyrir Guði, sem er Guð friðarins en ekki stríðsins, sem er faðir allra, ekki bara sumra, sem vill að við séum bræður en ekki óvinir. ””
Hann bað einnig að „allir hlutaðeigandi aðilar forðist hvers kyns aðgerðir sem myndu valda fólkinu enn meiri þjáningu, raska sambúð þjóða og vanvirða lög og rétt þjóða.
Bæn og fasta fyrir friði
Frans páfi bauð að endingu öllum að fasta 2. mars, á öskudag, í þágu friðar.
„Ég hvet trúaða á sérstakan hátt til að helga sig ákaft bæn og föstu á þeim degi. Megi friðardrottningin varðveita heiminn frá brjálæði stríðs,“ sagði hann.

Related Posts