Péturssókn

Sóknarkirkjan er St. Péturskirkja á Akureyri og sóknarpresturinn er séra Hjalti Þorkelsson. 

Sóknarmörkin eru Norðurland.

Auk daglegra messa í sóknarkirkjunni er messað reglulega í kirkjum flestra sveitarfélaga, bæði á íslensku og á pólsku.

Á Akureyri búa 4 karmelsystur, sem aðstoða við safnaðarstörf og annast barnagæslu. Á heimili þeirra er kapella.