St. Jósefssókn

Sóknarkirkjan er St. Jósefskirkja á Jófríðarstöðum og starfandi sóknarprestur er séra Adrián Horacio Cabaña.

Mörk sóknarinnar eru: Garðabær, Hafnarfjörður, Álftanes og Suðurnes.

Í Keflavík er kapella og er messað þar hverja helgi. En þar sem kapellan er lítil verður einnig messað á sunnudögum í Njarðvíkurkirkju.

Þrjár Maríusystur aðstoða prestana við safnaðarstörf, einkum við barnakennslu. Þær búa á Jófríðarstöðum í eigin húsnæði og er kapella á heimili þeirra. Þær sjá einnig um öflugt barnastarf á hverjum föstudegi, sem kallast ‘Oratorium’ og þar mæta að jafnaði 60 til 100 börn, bæði kaþólsk og úr öðrum trúfélögum.

Í sókninni er einnig klaustur á Jófríðarstaðahæðinni að Ölduslóð 37. Þar búa pólskar karmelnunnur, sem helga sig bænalífi.