Sókn heilags Jóhannesar Páls II

Sóknarkirkja er kirkja heilags Jóhannesar Páls II sem stendur við Keilisbraut 775 á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Mörk sóknarinnar eru öll fimm sveitarfélögin í Gullbringusýslu; Reykjanesbær, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Garður og Vogar, auk landspildu Hafnarfjarðarkaupstaðar sunnan við Krýsuvík.

Sóknin er undir vernd heilags Jóhannesar Páls páfa II sem var tekinn upp í tölu dýrlinga þann 27. apríl 2014 en hann sté fæti á sínum tíma í Keflavík og kyssti íslenska jörð þegar hann heimsótti landið árið 1989.

Kaþólska kirkjan á Íslandi. Biskupsstofa Hávallagötu 14-16, 101 Reykjavík, Ísland. Netfang: catholica@catholica.is

Kaþólska kirkjan á Íslandi © 2014