Kristssókn 

Sóknarkirkjan er Dómkirkja Krists konungs í Landakoti.

Mörk sóknarinnar eru: Seltjarnarnes, Reykjavík að Elliðaám, Kjósarsýsla, Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra.

Í sókninni er systrasamfélag að Öldugötu 15 í Reykjavík með eigin kapellu. Þar búa 3 Hl.-Hjartasystur og sinna þær safnaðarstörfum. Svo eru 6 Teresusystur að Ingófsstræti 12 í Reykjavík. Þær eru með eigin kapellu og reka morgunathvarf fyrir nauðstadda á heimili sínu.

Í Stykkishólmi er kapella og þar býr eldri prestur. Einnig er systrasamfélag þriggja Maríusystra í Stykkishólmi. Systurnar sjá um ýmis safnaðarstörf á Vesturlandi, einkum barnastarf og barnakennslu.

Á Ísafirði er kapella. Enginn prestur býr þar eins og stendur, en prestar í Landakoti skiptast á til að messa að minnsta kosti tvisvar í mánuði og sjá um ýmis safnaðarstörf og barnakennslu á Vestfjörðum.

Auk þess er reglulegt safnaðarstarf í flestum sveitarfélögum sóknarinnar og oft messað í kirkjum Þjóðkirkjunnar sem fást fúslega lánaðar.