Prestar

Auk biskupsins þjóna 15 prestar: einn frá Íslandi, fjórir frá Póllandi, þrír frá Slóvakíu, tveir frá Írlandi, tveir frá Argentínu, einn frá Bretlandi og einn frá Frakklandi. Einn prestur frá Þýskalandi er erlendis í námsleyfi.

Heimsóknarþjónusta presta

Ef einhverjum er kunnugt um gamalt eða veikt fólk sem kemst ekki í kirkju en langar að fá prest í heimsókn, vinsamlegast látið sóknarprestinn vita.

Reglusystur

Þernur Drottins og Maríu meyjar frá Matará, IVE, í Hafnarfirði og Stykkishólmi.

Karmelsystur af hinu guðdómlega hjarta Jesú, DCJ, á Akureyri og Dalvík.

Kærleiksboðberarnir, Teresusystur, í Reykjavík.

Íhugunarregla Karmelsystra, OCD, í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði.