Dómkirkja Krists Konungs

Helgihald í dymbilviku og um páska 2019 í Dómkirkju Krists konungs

Pálmasunnudagur 14. apríl (Föstusöfnun)

Messa á pólsku kl. 8:30.

Messa kl. 10:30 með pálmavígslu og helgigöngu.

Messa á pólsku kl. 13:00.

Messa á ensku kl. 18:00.

Þriðjudagur 16. apríl

Biskupsmessa kl. 18:00 í tilefni af vígslu heilagra olía.

Skírdagur 18. apríl

Kvöldmáltíðarmessa kl. 19:00. Að messu lokinni er tilbeiðsla altarissakramentisins við Jósefsaltarið til miðnættis.

Föstudagurinn langi 19. apríl (Söfnun fyrir Landið helga). Föstuboðs- og kjötbindindisdagur.

Krossferilsbæn á íslensku kl. 11:00.

Guðsþjónusta kl. 15:00.

Guðsþjónusta á pólsku kl. 18:00.

Laugardagur 20. apríl

Matarblessun að pólskum sið kl. 10:00, 10:30 og 11:00, og kl. 11:30.

Páskavaka kl. 22:00

Páskadagur 21. apríl

Messa á pólsku kl. 6:00. Upprisumessa.

Hátíðarmessa kl. 10:30.

Messa á pólsku kl 13:00.

Messa á ensku kl. 18:00.

Annar dagur páska 22. apríl

Messa kl. 10:30.

Messa á pólsku kl. 13:00.

Messa á íslensku kl. 18:00.

Tungumál

Yfirleitt er íslensk tunga notuð í prédikunum og helgisiðum. En þar sem talsverður fjöldi kaþólskra skilur ekki tungumálið þá er víða messað á pólsku eða á ensku. Einnig er reglulega messað á litháísku í St. Jósefskirkju í Hafnarfirði og á spænsku í Dómkirkju Krists Konungs í Landakoti.

"Diaspora" eða dreifð kirkja

Kaþólska kirkjan á Íslandi er að hluta til "diaspora" eða dreifð kirkja. Það merkir að margir kaþólskir menn búa dreift um landið, oft fjarri kaþólskum kirkjum eða kapellum. Þeirra vegna ferðast prestar ásamt systrum stað úr stað til að heimsækja þá og veita þeim sakramentin.