Yfirlýsing biskupanna á Norðurlöndum

Birt 18.04.17 í Fréttir og tilkynningar

Yfirlýsing biskupanna á Norðurlöndum

varðandi hjónabandið

Kæru bræður og systur!

Þann 19. mars 2016 birti Frans páfi rit sitt, „Amoris Laetitia“. Það kom í kjölfar tveggja biskupasýnóda þar sem fram fóru ýtarlegar umræður um hjónabandið og fjölskylduna.

Við viljum hvetja alla trúaða til að kynna sér gaumgæfilega þetta rit hans. Það eru orð hirðis til safnaðar síns, þar sem hann sendir fjölskyldum okkar hvatningu, vill sannfæra ungt fólk um mikilvægi sakramentis hjónabandsins, og sýnir einnig skilning hinum mörgu áskorunum hjónabandsins og fjölskyldunnar.

Margumræddur kafli í riti páfa snertir stöðu þess fólks sem á misheppnað hjónaband að baki, og hefur gengið í annað, borgaralegt hjónaband. Ýmsar biskuparáðstefnur hafa rætt þennan kafla í meðferð sinni, og einnig við, biskupar Norðurlanda, höfum tekið þessi mál til umræðu á fundum okkar.

Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að almennar viðmiðunarreglur sem dregnar eru upp á biskuparáðsfundum, eru ekki alltaf hjálplegar í þessu sambandi og gagnast ekki alltaf viðeigandi fólki.

Við vitum að staða fráskilinna, sem hafa gengið í hjónaband að nýju og geta ekki tekið þátt í sakramentislífi kirkjunnar, er sársaukafull fyrir marga, og við viljum gera þeim það ljóst að þeir tilheyra kirkjunni og að kirkjan mun ekki bregðast þeim.

Við munum halda áfram, í samræmi við þá kenningu kirkjunnar að hjónabandið er órjúfanlegt, að leita leiða til að draga úr sársauka viðkomandi safnaðarmeðlima.

Czeslaw Kozon Kaupmannahafnarbiskup,

Davíð B. Tencer Reykjavíkurbiskup,

Berislav Grgic biskup í Tromsø,

Teemu Sippo Helsinkibiskup,

Bernt Eidsvig Oslóarbiskup,

Anders Arborelius Stokkhólmsbiskup