Við bjóðum nýjan organista velkominn til starfa

Birt 07.01.19 í Fréttir og tilkynningar

Við bjóðum nýjan organista velkominn til starfa

Márton Wirth

(English below)

Þann 1. janúar 2019 tók Márton Wirth við störfum sem nýr organisti og kórstjóri við Dómkirkju Krist konungs. Hann er okkur ekki með öllu ókunnur því að hann hefur undanfarið spilað í afleysingum bæði við messur og útfarir í Landakoti.

Márton fæddist í Ungverjalandi árið 1984. Hann stundaði nám við tónlistarháskóla í Ungverjalandi og Vín í Austurríki, bæði í kór- og hljómsveitarstjórn, sem og tónsmíðum og píanóleik. Hann hefur víðtæka reynslu sem organisti, píanóleikari, kór- og hljómsveitarstjóri innanlands og utan, síðast sem organisti og tónlistarkennari í Grundarfirði.

Biskup, prestar og við öll, ekki síst kirkjukórinn, bjóðum Márton Wirth velkominn til starfa og væntum góðs af samstarfinu við hann á komandi tímum.

Kirkjukór Kristskirkju vill nota tækifærið og auglýsa eftir nýjum félögum. Áhugasamir eru velkomnir á kóræfingu á miðvikudaginn, 9. janúar kl. 17:30.

-----

On January 1, 2019, Márton Wirth starting as new organist and choir director at the Cathedral of Christ the King.

Márton was born in Hungary in 1984. He studied at a college of music in Hungary and Vienna in Austria, both in choir and orchestra, as well as composing and piano. He has extensive experience as an organist, pianist, choir and conductor in Iceland and abroad, most recently as an organist and music teacher in Grundarfjörður.
Bishop, priests and all of us, not least the Church Choir, welcome Márton Wirth to work and expect to benefit from his co-operation in the future.