Vegna hryðjuverka árásarinnar í Stokkhólmi

Birt 10.04.17 í Fréttir og tilkynningar

Vegna hryðjuverka árásarinnar í Stokkhólmi

Ályktun Stokkhólmsbiskups og ályktun fundar Norræna biskuparáðsins

Ályktun Stokkhólmsbiskups

Kæru bræður og systur!

Stokkhólmsborg varð fyrir hræðilegri hryðjuverkaárás og við erum öll slegin og agndofa yfir þessu tilgangs- og miskunnarlausa ofbeldisverki sem framið hefur verið mitt á meðal okkar.

Við hljótum að átta okkur sífellt betur á því að við búum í særðum heimi og hversu viðkvæm við erum sem manneskjur. Við biðjum um náð Guðs og hjálp til handa öllum fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra fyrir.

Nú nálgast upphaf dymbilviku, þar sem við fylgjum Jesú á leið hans til krossins. Eftir það sem hefur komið fyrir okkur, stendur krossinn jafnvel enn nær okkur en áður. Við verðum að sameina þjáninguna í okkar landi þjáningum hins krossfesta til bjargar heiminum.

Við setjum okkur og landið okkar undir vernd Jesú. Aðeins hann getur gefið okkur von og traust, mitt í öllum þessum miklum þjáningum. Með upprisu sinni hefur hann sigraði vald syndar og dauða. Krossinn vísar ævinlega til sigurs páskanna.

Við treystum á þig, Drottinn Jesús Kristur. Miskunna þú okkur og öllum sem láta lífið af völdum ofbeldis og illsku.

Með bænum mínum og blessun, ykkur öllum til handa,

Stokkhólmi, 7. apríl 2017,

+ Anders Arborelius OCD
Stokkhólmsbiskup

Ályktun fundar Norræna biskuparáðsins

Hamborg, 4. apríl 2017

Með ótta og skelfingu höfum við, biskuparnir á Norðurlöndum, sem erum samankomnir hér í Hamborg á reglulegum fundi okkar, sem lauk á hádegi í dag, tekið á móti þeim fregnum sem borist hafa frá Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar. Við vottum aðstandendum hinna látnu og særðu, sem og allri þjóðinni samúð okkar og hluttekningu á þessum sorgar- og óvissutíma. Við erum nátengdir sænskum bræðrum okkar og systrum við þessar erfiðu aðstæður og fylgjum þeim í bænum okkar.

Fyrir hönd Norræna biskuparáðsins,

+Czeslaw Kozon
Kaupmannahafnarbiskup
Formaður Norræna biskuparáðsins