Trúfræðsla í Reykjavíkur biskupsdæmi veturinn 2017 - 2018

Birt 13.09.17 í Fréttir og tilkynningar

Trúfræðsla í Reykjavíkur biskupsdæmi veturinn 2017 - 2018

 veturinn 2017 - 2018

Dómkirkja Krists konungs

Almennir trúfræðslutímar fyrir börn hefjast í Landakoti í september 2017.

Nánari upplýsingar í síma 552 5388.

Kapella Maríu meyjar, hinnar stöðugu hjálpar vorrar, Austurgötu 7, 340 Stykkishólmur

Kæru Foreldrar, Drodzy Rodzice

Við bjóðum ykkur að koma til fundar sem haldinn verður 17. september 2017 að loknum messunum í Stykkishólmi, á Grundarfirði og í Ólafsvík 17. września po Mszy św. w Stykkishólmur, Grundarfjörður a Ólafsvík zapraszamy na spotkanie organizacyjne.

Frekari upplýsingar veitir systir Porta Coeli í s. 438 1070 eða 823 7896. Szczegółowych informacji udziela s. Porta Coeli tel.438 1070 / gsm 823 7896.

Jóhannesarkapella, Ísafirði

Upplýsingar veitir séra Adam Antonowicz í s. 456 3804 og 841 1571

Maríukirkja í Breiðholti

Kæru foreldrar, Í vetur bjóðum við upp á trúfræðslunámskeið handa börnum á aldrinum 3 til 14 ára hvern sunnudag í Maríukirkju og á Selfossi.

Hafið samband við sr. Denis vegna upplýsinga um íslensku námskeiðin í Maríukirkju og á Selfossi.

Hafið samband við sr. Mikolaj vegna upplýsinga um námskeið á pólsku á Selfossi.

Catechism Classis in St. Mary’s Parish in 2017-2018

Dear Parents, This winter in Maríukirkja and Selfoss, we are offering catechism classes for the children from ages 3 to 14, every Sunday.  Contact Fr. Denis for information about the Icelandic classes in Maríukirkja and Selfoss. Contact Fr. Mikolaj for information about the Polish classes in Selfoss.

Péturskirkja, Akureyri

Upplýsingar veitir séra Hjalti Þorkelsson í síma 462 1119 og systir Marcelina í síma 461 2693 og 895 1970.

St. Þorlákskirkja, Reyðarfirði 

Upplýsingar veitir séra Pétur Kovacik OFMCap. á Kollaleiru í Reyðarfirði í síma 471 1340 og 857 1430.

St. Jósefskirkja, Hafnarfirði

Allar upplýsingar um trúfræðsluna verða veittar á eftirfarandi fundum með foreldrum:

Fyrsta altarisganga. Frá septembermánuði 2017 stendur trúfræðslan fyrir fyrstu altarisgöngu í St. Jósefskirkju yfir í tvö ár og er ætluð 7 ára börnum, þ.e. þeim sem eru í öðrum bekk í skólanum. Þessi hópur fer í fyrsta sinn til altaris árið 2019. Foreldrafundur: Að lokinni messunni kl. 10:30 sunnudaginn 17. september 2017.

Oratoriu-hópur hl. Jóhannesar Páls II og Staðfestuhópurinn. Þessi hópur er ætlaður börnum sem hafa þegar gengið til altaris, þ.e. 8-9 til 11 ára gömlum. Foreldrafundur: Að lokinni messunni kl. 17:30 laugardaginn 9. september 2017.

Ferming I. Frá septembermánuði 2017 stendur fermingarfræðslan í St. Jósefskirkju yfir í tvö ár og er ætluð 12-13 ára börnum, þ.e. þeim sem eru í 7. bekk í skólanum. Þessi hópur tekur við fermingarsakramentinu árið 2019. Foreldrafundur: Að lokinni messunni kl. 10:30 sunnudaginn 10. september 2017.

Ferming II. Þessi fræðsla er ætluð 13-14 ára börnum, þ.e. þeim sem eru í 8. bekk í skólanum. Þessi hópur tekur við fermingarsakramentinu árið 2018. Foreldrafundur: Að lokinni messunni kl. 10:30 sunnudaginn 10. september 2017.

Frekari upplýsingar veita séra Horacio (s. 697 8471) og systir Antipolo (s. 555 3140). Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kirkja hl. Jóhannesar Páls páfa II, Ásbrú

Nánari upplýsingar veitir séra Grzegorz Adamiak í síma 690 0532.

For further information: Séra Grzegorz Adamiak, tel. 690 0532.

----------------------------------------------------------------------------------------------

Nýr starfsmaður

Unnur Guðný María Gunnarsdóttir tók til starfa í trúfræðsludeild Kaþólsku kirkjunnar þann 1. júní sl. Unnur er fædd 1975, uppalin í Reykjavík og hefur starfað sem sjálfboðaliði innan kirkjunnar meðal annars sem leiðbeinandi í trúfræðslunni í Landakoti. Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi trúfræðslu þá vinsamlegast hafið samband við Unni á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 552 5388; gsm. 899 1975.