Pílagrímsferð til Maríulindar

Birt 05.05.17 í Fréttir og tilkynningar

Pílagrímsferð til Maríulindar

verður farin miðvikudaginn 19. júlí 2017

verður enn á ný farin pílagrímsferð til Maríulindar á Snæfellsnesi. Þetta verður sjöunda ferðin okkar þangað.

Lagt verður af stað frá St. Jósefskirkju í Hafnarfirði kl. 8.00, frá Landakoti (Túngötu) kl. 8.30 og frá planinu við Maríukirkju kl. 9.00.

Þaðan verður ekið sem leið liggur til Stykkishólms með viðkomu í Borgarnesi. Á leiðinni njótum við útsýnisins og samverunnar í bæn og söng. Í Stykkishólmi verður messað í kapellunni kl. 12.00 og að henni lokinni verður borinn fram léttur hádegisverður í ráðstefnu- og gistiheimili kirkjunnar, Fransiskus, sem vígt var í fyrra.

Áætlað er að komið verði til Maríulindar kl. 15.00, þar sem beðinn verður miskunnarrósakransinn.

Brottför til Reykjavíkur er áætluð um kl. 16.00.

Þeir sem ætla með í ár eru beðnir að skrá sig á sérstök eyðublöð sem munu liggja frammi í sóknarkirkjunum eða hafa samband við skrifstofuna á Hávallagötu 14-16 í Reykjavík í síma 552 5388 / 649 6198(Ivan Sović) eða tölvupósti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þátttökugjald 6000 kr. fyrir fullorðna, 2000 kr. fyrir börn að 12 ára aldri. Bankareikningur: 513-14-370500, kennitala: 680169-4629.

Allir velkomnir!