Pílagrímsferð til Maríulindar

Birt 05.05.17 í Fréttir og tilkynningar

Pílagrímsferð til Maríulindar

verður farin miðvikudaginn 19. júlí 2017

verður enn á ný farin pílagrímsferð til Maríulindar á Snæfellsnesi. Þetta verður sjöunda ferðin okkar þangað.

Lagt verður af stað frá St. Jósefskirkju í Hafnarfirði kl. 8.00, frá Landakoti (Túngötu) kl. 8.30 og frá planinu við Maríukirkju kl. 9.00.

Þaðan verður ekið sem leið liggur til Stykkishólms með viðkomu í Borgarnesi. Á leiðinni njótum við útsýnisins og samverunnar í bæn og söng. Í Stykkishólmi verður messað í kapellunni kl. 12.00 og að henni lokinni verður borinn fram léttur hádegisverður í ráðstefnu- og gistiheimili kirkjunnar, Fransiskus, sem vígt var í fyrra.

Áætlað er að komið verði til Maríulindar kl. 15.00, þar sem beðinn verður miskunnarrósakransinn.

Brottför til Reykjavíkur er áætluð um kl. 16.00.

Þeir sem ætla með í ár eru beðnir að skrá sig á sérstök eyðublöð sem munu liggja frammi í sóknarkirkjunum eða hafa samband við skrifstofuna á Hávallagötu 14-16 í Reykjavík í síma 552 5388 / 649 6198(Ivan Sović) eða tölvupósti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þátttökugjald 6000 kr. fyrir fullorðna, 2000 kr. fyrir börn að 12 ára aldri.

Bankareikningur: 513-14-370500, kennitala: 680169-4629.

Allir velkomnir!

Pilgrimage to Maríulind

Wednesday, 19th of July 2017

The annual pilgrimage to Maríulind in Snæfellsnes will take place on Wednesday, 19th of July 2017. This will be our seventh trip there. A bus will depart from St. Joseph's church in Hafnarfjördur at 8.00, from Landakot (Túngata) at 8.30 and from Maríukirkja at 9:00.

We will take the route to Stykkishólmur with a stop at Borgarnes. On the way, we will enjoy the view and also pray and sing. In Stykkisholmur, the Mass will be in the chapel at 12.00 and afterwards, light lunch will be served in the Fransiskus guesthouse in Stykkishólmur. We will aim to be at Maríulind at 15:00. Departure to Reykjavík is planned at 16:00.

Those who wish to join us this year are asked to sign up before July 14, online at our web page, facebook group or at the office at Hávallagata 14-16 in Reykjavik, phone 552 5388 / 649 6198 (Ivan Sović), or in the parish churches.

Cost 6000 kr. for adults,

2000 kr. for children up to the age of 12.

Bank account: 513-14-370500, ID number: 680169-4629.

Online application is on the following link: Google Forms