Á öskudag 26. febrúar 2020 hefst langafasta

Birt 21.02.20 í Fréttir og tilkynningar

Á öskudag 26. febrúar 2020 hefst langafasta

FÖSTUBOÐ

(English below)

Á öskudag (miðvikudaginn 26. febrúar 2020) hefst langafasta og sá tími er sérlega hentugur til andlegra æfinga, ástundunar helgisiða iðrunar og yfirbóta, pílagrímsferða sem tákn um syndabót, til ótilneyddra sjálfsafneitana eins og að fasta og gefa ölmusugjafir, og að eiga hlut með meðbræðrum sínum (kærleiks- og trúboðsverk).

Samkvæmt kirkjulögum er öllu rómversk-kaþólsku fólki frá 18 til 60 ára aldurs skylt að fasta á bindandi föstuboðsdögum. Sjúklingar eru undanþegnir föstu.

Bindandi föstuboðsdagar eru öskudagur og föstudagurinn langi.

Fasta er það þegar aðeins er neytt einnar fullkominnar máltíðar á dag. Þó er ekki bannað að neyta smávegis af fæðu tvisvar að auki.

Allir trúaðir, sem náð hafa 14 ára aldri eiga að gera yfirbót alla föstudaga, einkum á lönguföstu. Velja má um eftirtaldar leiðir:

1. Forðast neyslu kjöts eða annarrar fæðu.

2. Forðast áfenga drykki, reykingar eða skemmtanir.

3. Gera sérstakt átak til að biðja:
– með þátttöku í heilagri messu
– með tilbeiðslu helga altarissakramentisins
– með þátttöku í krossferilsbænum á föstudögum í lönguföstu.

4. Fasta algjörlega oftar en skylt er og gefa það fé sem þannig sparast til þeirra sem þess þurfa.

5. Sýna sérstaka umhyggju þeim, sem fátækir eru, sjúkir, aldraðir, farlama eða einmana.

Ef föstuboð er vanrækt einn föstudag er ekki litið á það sem synd.
Þó ber að minna á að yfirbót er hluti af lífi kristinna manna og þeim ber skylda til að ástunda hana, ekki hvað síst á föstutímanum.

Á öskudag verður morgunmessa kl. 8 og kvöldmessa kl 18 á öskudag í Dómkirkju Krists konungs í Reykjavík. Ösku verður úthlutað í báðum messunum.
Sjá nánari upplýsingar um messutíma í öðrum sóknum á www.catholica.is

---------

 

Ash Wednesday (Wednesday, February 26, 2020), opens Lent, a season of fasting, prayer, giving gifts, and having fellowship (love and missionary work).

The law of fasting binds all Catholics who are aged between 18 to 60 on Ash Wednesday, Good Friday, and all the Fridays of Lent. Patients are exempt from fasting. Fasting is when only one full meal is consumed per day. However, consuming little additional food twice is not prohibited.

All believers who have attained the age of 14 should make amends every Friday, especially during long-term prayers. You can choose the following ways:

1. Avoid consumption of meat or other foods.

2. Avoid alcoholic beverages, smoking or entertainment.

3. Make a special effort to pray:
- Participating in the Holy Mass
- with the worship of the sacred altar sacrament
- participating in cross-country prayer on Fridays in long-distance prayer.

4. Fasting completely more than is required and giving the money thus saved to those who need it.

5. Show special care to those who are poor, sick, elderly, caring or lonely.

If a Friday prayer is neglected one Friday, it is not regarded as sin.
It should be pointed out, however, that penance is part of the lives of Christians, and they are obliged to do so, not least during the period of fasting.