Norrænu biskuparnir styðja Frans páfa

Birt 10.09.18 í Fréttir og tilkynningar

Norrænu biskuparnir styðja Frans páfa

Í dag lauk haustfundi hins kaþólska Biskuparáðs á Norðurlöndum.

(English below)

 

Szczecin, 10. september, 2018. Í dag lauk haustfundi hins kaþólska Biskuparáðs á Norðurlöndum í Szczecin, (Stettin) í Póllandi. Þar lýstu biskuparnir á Norðurlöndum yfir eindregnum stuðningi við Frans páfa og fullvissuðu hann um bænir sínar og stuðning.

Í bréfi til Frans páfa fullvissa biskuparnir hinn heilaga föður um bænir þeirra og stuðning, nú þegar „deilur ríkja innan kirkjunnar sem nýlega hafa nánast sundrað henni með persónulegum árásum á þig.“ Biskuparnir kalla einnig trúað fólk í öllum löndum sínum til að fasta þann 5. október 2018 og halda bænadag fyrir páfa og fyrir kirkjunni á hátíð rósakransins þann 7. október 2018.

Þeir fordæma harðlega þau tilvik um kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar sem nýlega var ljóstrað upp um, og auk þess hvers konar tilraunir til að kljúfa hana: „Kynferðisleg misnotkun, misnotkun valds og innri deilur, sem ná til æðstu stofnana kirkjunnar, varpa skugga á ásjónu hennar... Megi fasta og bænir opna huga okkar svo að við skynjum sársauka og óréttlæti þessa heims og vekja með okkur hungur og þorsta eftir réttlæti,“ segja biskuparnir í bréfi sínu til hinna trúuðu í biskupsdæmum sínum.

Hirðisbréf: „Ég mun koma aftur“

Helgir dómar hl. Teresu frá Lisieux og foreldra hennar, Louis og Zelie Martin, verða fluttir til allra Norðurlandanna á tímabilinu frá 28. september til 29. nóvember 2018. Í hirðisbréfi sem þeir sendu frá sér af þessu tilefni, segja biskuparnir „að á okkur, ekki síst kaþólsku fólki í okkar veraldlega þenkjandi löndum, hvílir sú mikla ábyrgð að bera vitni um hið sanna eðli kirkjunnar sem elskandi móður allra þeirra sem finnst eins og enginn elski þá né taki eftir þeim.“

Sýnóda um æskuna

Komandi biskupasýnóda um efnið „Æskufólk, trú og staða ungs fólks, einkum hvað snertir atvinnuval“ var mjög til umræðu á fundi biskupanna. „Við eigum að þakka fyrir hverja köllun, treysta ungu fólki og leggja því ábyrgð á herðar í stað þess að hafa óeðlilegt eftirlit með því. Við eigum að bjóða ungmenni velkomin í kirkju okkar og veita þeim hæfilega aðstoð á andlegri vegferð þeirra,“ segja biskuparnir.

Fjölmargar guðsþjónustur í erkibiskupsdæminu Szczecin-Cammin

Meðan ráðið kom saman, héldu biskuparnir ýmsar guðsþjónustur með hinum trúuðu í sóknunum í Szczecin og einnig samkirkjulega guðsþjónustu í Maríukirkjunni í Chojna (Königsberg í Neumark) með fjölmörgum trúuðum frá Póllandi og Þýskalandi.

Nánari upplýsingar: www.nordicbishopsconference.org

Blaðafulltrúi:

Systir Anna Mirijam Kaschner cps,

aðalritari og blaðafulltrúi NBK

Gammel Kongevej 15

1610 Kaupmannahöfn V.

 

S. +45 2043 5290

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

www.nordicbishopsconference.org

--------

The Catholic Bishops in the Nordic Countries support Pope Francis

 

Szczecin, September 10, 2018. At their autumn meeting in Szczecin, Poland, which ended today, the Nordic Bishops of the Catholic Church in strong words proclaim their support of Pope Francis and assure him of their prayer and assistance.

 

In a letter to Pope Francis, the Bishops assure their prayers and support to the Holy Father at a time when “the Church is almost torn apart by quarrels and, lately, by personal attacks on you”. The Bishops also call on all the faithful in their countries to hold a day of fast on October 5th, 2018, and a day of prayer for the Pope and for the Church on the Feast of the Rosary, October 7th, 2018.

In clear words, they denounce the cases of sexual abuse in Church institutions that have been disclosed lately, as well as any form of division within the Church: “Sexual abuse, abuse of power and internal strife up to the highest levels obscure the face of the entire Church... May fasting and prayer open us to perceive the pain and injustice in this world and to awaken in us hunger and thirst for righteousness,” the Bishops write in their letter to the faithful in their Dioceses.

 

Pastoral Letter: “I will come back”

The relics of St. Thérèse of Lisieux and her parents, Louis and Zelie Martin, will in the period of September 28th till November 29th, 2018, travel to all Nordic countries. In their Pastoral Letter published on this occasion, the Bishops point to the need “that we, who live in our secularized world, should become more fully aware of our responsibility to bear witness to the true nature of the Church: that of a loving Mother to all those who feel ignored, or even unloved.”

Synod on Young People

The upcoming Synod of Bishops on “Young People, the Faith and Vocational Discernment” was an intense topic of discussion in the Plenary Assembly of the Bishops. “Gratitude for vocations, trust in young people and the transfer of responsibility, instead of unhealthy control mechanisms are important in order to welcome young people in our Church and to accompany them adequately on their spiritual path,” the Bishops state.

 

Numerous services in the Archdiocese of Szczecin-Cammin

During the assembly, the Bishops celebrated various services with the faithful in the Szczecin parishes and held an ecumenical service in the Church of Mary in Chojna (Königsberg in the Neumark) with numerous believers from Poland and Germany.