Norrænir biskupar horfa með bjartsýni til framtíðar

Birt 03.04.19 í Fréttir og tilkynningar

Norrænir biskupar horfa með bjartsýni til framtíðar

FRÉTTATILKYNNING Þrándheimi 04.02.2019

(English below)

Vorfundi biskupa Noregs, Danmörku, Svíþjóðar, Finnlands og Íslands í Þrándheimi í Noregi  lauk í dag á jákvæðum nótum.

Kaþólskum í Norður-Evrópu heldur áfram að fjölga

Enn fjölgar kaþólskum á öllum Norðurlöndunum. Samhliða fólksflutningum og komu flóttamanna eykst fjöldi fólks úr mismunandi kirkjudeildum Kaþólsku kirkjunnar í Norður-Evrópu. Kaþólskir frá austurhluta álfunnar eru mikill ávinningur fyrir kirkjuna í norðri. Til þess að ræða aukna þörf fyrir prestþjónustu fyrir þessa hópa, áttu biskuparnir fund með Dominic Meier OSB, biskup í Paderborn, sem fyrir hönd þýska biskuparáðsins annast málefni austurkirknanna sem eru tengdar Róm.

Pílagrímsferð helgra dóma fór fram úr væntingum

Pílagrímsferð helgra dóma Hl. Teresu af Lisieux og foreldrar hennar - Lúðvíks og Silju Martin - um öll Norðurlöndin reyndist hafa mikið andlegt gildi. „Það kom jafnvel fjöldi lúterska til guðsþjónustunnar,“ sagði Arborelíus Stokkhólmsbiskup. Þetta var í fyrsta skipti sem hinir helgu dómar fóru norður fyrir heimskautsbaug.  Í öllum Norðurlöndunum eru Karmelklaustur, sem fögnuðu komu „meðsystur sinnar“ hjartanlega.

Norrænir fjölskyldudagar árið 2020 – „Kærleikur í fjölskyldunni - Máttur kirkjunnar“

Frá 21. til 24. maí 2020 verður þriðja norræna fjölskylduþingið haldið í Noregi. Í kjölfar Amoris Lætitia og sýnódu unga fólksins munu fjölskyldudagarnir styrkja kaþólskar fjölskyldur í trúnni. „Við vonumst til þess að þátttaka verði góð á komandi ári," sagði forseti biskuparáðstefnunnar, Czeslaw Kozon biskup. „Slíkar alþjóðlegar samkomur hjálpa trúuðum sem eru oft einangraðir sem kaþólikkar, til þess að að eiga samfélag í kirkjunni og fagna því.“

Fjöldi systra í Sistersíensareglunni tvöfaldast

Maríuklaustrið á eyjunni Tautra er tákn fyrir uppgang Kaþólsku kirkjunnar í Norður-Evrópu og var einn viðkomustaður á samfundi norrænu biskupanna. „Á síðustu fimm árum hefur fjöldi reglusystra tvöfaldast,“ segir príorinna reglunnar, Brigitte Pinot. Fyrir tuttugu árum komu sjö systur frá nokkrum löndum, þar á meðal frá Noregi, til Tautra. Nú er svo komið að klaustrið er of lítið fyrir allar fjórtán systurnar, svo að á næsta ári verður ný svefnálma byggð við klaustrið með hjálp styrktarstofnunarinnar Bonifatius-Werk.

Nánari upplýsingar: www.nordicbishopsconference.org

Upplýsingafulltrúi: Sr. Anna Mirijam Kaschner cps

Framkvæmdastjóri og fjölmiðlafulltrúi NBK

Gammel Kongevej 15

1610 Kaupmannahöfn V.

Sími +45 2043 5290

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

www.nordicbishopsconference.org

Ljósmynd frá vinstri til hægri: Czeslaw Kozon biskup (Kaupmannahöfn), Bernt Eidsvig biskup (Osló, Þrándheimur), Dominic Meier biskup (Paderborn), David Tencer biskup (Reykjavík),  Anders Arborelíus kardínáli (Stokkhólmur), Sr. Brigitte Pinot, Egil Mogstad (Þrándheimur), Sr. Gilchrist Lavigne, Sr. Anna Mirijam Kaschner (aðalritari), Berislav Grgic biskup (Tromsö), Msgr. Georg Austen, Pétur Bürcher biskup em. (Reykjavík).

---------------------------------

Nordic bishops look to the future with optimism

PRESS RELEASE Trondheim. 02.04.19

At their spring meeting in Trondheim, Norway, which ended today, the bishops of the countries of Norway, Denmark, Sweden, Finland and Iceland achieved a positive result.

Number of Catholics in Northern Europe continues to grow

The number of Catholics in all Nordic countries continues to rise. Due to migration and refugee movements, Christians from other Catholic rites are increasingly coming to Northern Europe. These oriental Catholics are a great addition to the church in the north. To meet their pastoral needs in the best possible way, the bishops exchanged views at their assembly with Auxiliary Bishop Dominikus Meier OSB (Paderborn), the representative of the German Bishops' Conference for the faithful of the Eastern Churches connected with Rome.

Relic pilgrimage surpasses expectations

The pilgrimage of the relics of St. Therese v. Chr. Lisieux and her parents - Louis and Zelie Martin - through all the Nordic countries has proven to be an event of great spiritual value. "Even many Lutheran Christians have come to the services," Cardinal Arborelius from Stockholm summed up. For the first time, the relics have crossed the Arctic Circle. In all Nordic countries there are Carmelite monasteries, which warmly welcomed their "co-sister".

Nordic Family Days in 2020 - "Love in the Family - Power for the Church"

From 21.-24. May 2020, the third Nordic Family Congress will take place in Norway. Following the Apostolic Exhortation Amoris Lætitia and the Synod of the Youth, the Family Days will strengthen the faith of Catholic families. "We also look forward to a large number of participants in the coming year," said conference chairman Bishop Czeslaw Kozon. "Such international meetings help our faithful, often isolated as Catholics, to experience and celebrate the fellowship of the Church."

Number of Cistercian nuns doubled

The Marian monastery on the island Tautra is a symbol of the blossoming Catholic church in Northern Europe and was the destination of the participants of the Nordic Bishops' Conference. "Over the last 5 years, the number of sisters has doubled," says Prioress Sr. Brigitte Pinot. Twenty years ago, seven sisters from different countries, including a Norwegian, came to Tautra. Now the monastery is already too small for the present 14 sisters, so that in the coming year with the help of the Bonifatiuswerk an extension for sleeping and guest rooms will be build.

Correspondent: Sr. Anna Mirijam Kaschner cps

Managing Director and Media Officer NBK

Old Kongevej 15

1610 Copenhagen V.

Phone +45 2043 5290

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Photo from left to right: Bishop Czeslaw Kozon (Copenhagen), Bishop Bernt Eidsvig (Oslo, Trondheim), Bishop Dominic Meier (Paderborn), Bishop David Tencer (Reykjavík), Cardinal Anders Arborelius  (Stockholm), Sr. Brigitte Pinot, Egil Mogstad (Trondheim), Sr. Gilchrist Lavigne, Sr. Anna Mirijam Kaschner (General Secretary), Bishop Berislav Grgicp (Tromsö), Msgr. Georg Austen, Bishop em. Peter Bürcher (Reykjavik).