Minnisvarði um Guðmund góða vígður

Birt 13.09.19 í Fréttir og tilkynningar

Minnisvarði um Guðmund góða vígður

að Völlum í Svarfaðardal.

(English below)

Steinn til minn­ing­ar um Guðmund góða Ara­son, bisk­up á Hól­um (f. 1161, d. 1237), var vígður á dög­un­um við hátíðlega af­höfn á hlaðinu á kirkju­staðnum Völl­um í Svarfaðar­dal. Þar var Guðmund­ur prest­ur á ár­un­um 1190-1197.

Jón Aðal­steinn Bald­vins­son, fyrr­ver­andi vígslu­bisk­up á Hól­um, annaðist vígsluna en viðstadd­ir voru meðal annarra séra Magnús H. Gunn­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Dal­vík­ur­prestakalli, og Jür­gen Jamin, prest­ur kaþólskra á Ak­ur­eyri.

Minn­ing­ar­steinn­inn var upp­runa­lega 13 tonna bjarg úr grjót­námu norðan við bæ­inn Fagra­skóg á Galma­strönd í Eyjaf­irði sem Helgi Gísla­son mynd­höggv­ari breytti í vatns­skúlp­túr­verk á Valla­hlaði. Nú renn­ur þar vatn sem fólki er vel­komið að drekka af sér til heilsu­bót­ar eða ein­fald­lega til að svala þorst­an­um.

-------

A memorial stone in the memory of Guðmundur "the Good" Arason, Bishop of Hólar (b. 1161, d. 1237), was dedicated at the gate of the church at the Vellir farm in Svarfaðardalur, in North Iceland. Guðmundur was a priest there in the years 1190-1197.

The former bishop at Hólar Jón Aðalsteinn Baldvinsson, led the ceremony, attended by two other pastors, Rev. Magnús H. Gunnarsson, parish priest in Dalvík and Fr. Jürgen Jamin, the priest of the Catholic Church in Akureyri.

The memorial stone was originally a 13-ton rock, which came from a quarry in Eyjafjörður, which the sculptor Helgi Gíslason turned into a water sculpture at Vellir. Now there is water flowing, which visitors are welcome to drink for health or simply to quench their thirst.