Medalía hl. Þorláks

Birt 11.12.18 í Fréttir og tilkynningar

Medalía hl. Þorláks

úr skíru silfri er nú fánleg í Landakoti.

 

(English below)

Medalía heilags Þorláks
Vinsældir heilags Þorláks verndardýrlings Íslands vaxa ört um þessar mundir. Fólk ákallar hann í bænum sínum og fær bænheyrslu, sífellt fleiri koma að styttu hans í Dómkirkju okkar á Landakotshæð og kveikja á kerti.

Nóvena (níu daga bænir) er beðin í kaþólskum kirkjum á undan hátíðum hl. Þorláks og reyndar eru þessar bænir einnig að breiðast út erlendis. Nóvenan er komin út á íslensku, ensku og frönsku og fleiri þýðingar eru í farvatninu.


Nú er Þorláksmen eða Þorláksmedalía fáanleg. Medalían skartar mynd af dýrlingi með áletrun: Sancte Thorlace, patronus Islandiæ, ora pro nobis (heilagur Þorlákur, verndardýrlingur Íslands, bið þú fyrir oss). Á hinni hliðinni er liljutákn sem var til forna tákn Skálholtsbiskupsdæmis og er skírskotun til heilagrar Guðsmóður. Liljutáknið er einnig á skjaldarmerki biskupsdæmis okkar. Áletrunin er n. 1133, Episcopus Skalholtensis 1178-1193 (fæddur 1133, Skálholtsbiskup 1178-1193).

Davíð biskup afhenti Frans páfa eintak af Þorláksmedalíu sl. október og vakti hún hrifningu hans og samstarfsmanna hans.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu Reykjavíkurbiskupsdæmisins í síma 552 5388 eða í tölvupósti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Bæn til heilags Þorláks

Messudagur: 20.júlí - Minningardagur: 23. desember

Heilagur Þorlákur, bið þú fyrir oss!

Almáttugi, eilífi Guð, þú gerðir heilagan Þorlák að biskupi og leiðtoga fólks þíns. Megi fyrirbænir hans stuðla að fyrirgefningu þinni og kærleika okkar til handa. Lát hl. Þorlák vera fordæmi okkar og að við mættum boða það sem hann trúði á og sýna það í verki. Við biðjum þess í nafni Drottins okkar Jesú Krists.

---------------------

The St. Thorlak medal

The popularity of St. Thorlak, patron saint of Iceland, is growing. People ask his intercession and receive answers to prayer. More and more people come to his statue at our Cathedral in Landakot in Reykjavik and light a candle. The Novena (nine-day prayers) is prayed in Catholic churches prior to the feasts of St. Thorlak. These prayers have also spread abroad. The Novena has been translated into French and more translations are being made.

The medal features a picture of a saint with the following inscription: Sancte Thorlace, patronus Islandiæ, ora pro nobis (St. Thorlak, patron saint of Iceland, pray for us). On the other side is a lily symbol that was an ancient symbol of the Skálholt Diocese and is a reference to the Holy Mother of God. The lily symbol is also on the coat of arms of our diocese. The inscription is n. 1133, Episcopus Skalholtensis 1178-1193 (born 1133, Bishop of Skálholt 1178-1193).

Last October, Bishop David offered Pope Francis a copy of the St. Thorlak's medal. Francis and his entourage expressed their admiration for this initiative.

The medal is made of pure silver and is now available in Reykjavik. Those who are interested can contact the chancery, tel. +354 552 5388, email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Prayer in honor of St. Thorlac, Patron Saint of Iceland

Solemn Feast: July 20 

Feast: December 23

St. Thorlac pray for us!

All-powerful, ever-living God, you made Saint Thorlac bishop and leader of your people. May his prayers help us to bring forgiveness and love. May we be inspired by the example of St. Thorlac and proclaim what he believed and put his teaching into action. We ask this in the name of Jesus our Lord.