Jólatónleikar „Mazowsze“ í Kristskirkju í Landakoti

Birt 02.12.19 í Fréttir og tilkynningar

Jólatónleikar „Mazowsze“ í Kristskirkju í Landakoti

Jólasöngvar & jólalög frá Póllandi 22. desember kl. 13.00

(English below)

PÓLSKI ÞJÓÐDANSAHÓPURINN  „MAZOWSZE“ HEIMSÆKIR REYKJAVÍK

Verið velkomin á tónleika með einsöngvurum, kór og hljómsveit „Mazowsze“ hópsins sem mun flytja falleg jólalög og sálma í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti (á pólsku og íslensku). Hópurinn mun syngja í messunni sunnudaginn 22. desember, kl. 13.00 og á eftir messu, kl. 14.00 hefjast tónleikarnir.

„Mazowsze“ er fjölmennur hópur listamanna sem sýnir þjóðdansa og syngur lög sem byggja á gömlum pólskum hefðum. Nafnið má rekja til héraðs í miðju Póllands sem heitir sama nafni: Mazowsze. Hópurinn flytur ekki aðeins dansa og söngva frá þessu héraði heldur byggist prógrammið á þjóðsögum og hefðum frá fjölda annarra héraða í Póllandi.

POLISH DANCE AND FOLK GROUP "MAZOWSZE" VISITS REYKJAVIK

You are invited to a concert featuring the soloists, the choir and the orchestra of the "Mazowsze" ensemble, during which the most beautiful Christmas carols and pastorals will resound through Christ the King Cathedral (in Polish and Icelandic Language). The concert will be held on Sunday, December 22. The group will sing in the Mass which begins at 1:00 pm and the concert begins after Mass, at 2:00 pm.

"Mazowsze" is one of the largest artistic ensembles in the world, drawing from the abundance of Polands national dances, songs, chants, and traditions. The name comes from Polands central region Mazowsze, but the ensembles repertoire has quickly expanded to incorporate the folklore of other regions. As of today, it includes stage presentations of forty-two various regions and their folklore.