Hirðisbréf Davíðs Tencer biskups

Birt 05.12.17 í Fréttir og tilkynningar

Hirðisbréf Davíðs Tencer biskups

fyrir aðventu 2017

Kæru bræður og systur,

 

Það er gott að við byrjum saman nú í dag nýtt kirkjuár. Og á aðventunni hugsum við um komu Jesú, frelsara okkar. En í sambandi við komu hans er oft nefnd hin litla ambátt, María mey. Það er stundum svo, bæði í okkar kirkju og öðrum kristnum kirkjudeildum, að fólk spyr: Hvers vegna? Svarið er einfalt, ef María mey hefði ekki heilshugar tekið við hlutverki sínu, væri saga heimsins allt önnur.

Mér finnst nauðsynlegt að tala um hlutverk Maríu og langar til að útskýra það með því að benda á sögu Jóns Sveinssonar, Nonna. Hann er mér í fersku minni vegna þess að í síðasta mánuði var mér boðið til hátíðar í Köln í Þýskalandi í tilefni af því að 160 ár voru liðin frá fæðingu hans. Það gladdi mig mjög að hitta allt þetta fólk, m.a. frá Nonna-félaginu og Íslendingafélaginu í Þýskalandi, og hlusta á sendiherra Íslands, Martin Eyjólfsson, Msgr. Georg Austen, aðalritara Bonifatiuswerk og Günter Assenmacher, stjórnanda Ansgar-Werk í Köln, en þeir ræddu um áhrif Nonna á sig og ungt fólk almennt, en bækur hans hafa komið út á yfir 50 tungumálum. Þeir nefndu nafnið „Nonni“ oftar en 100 sinnum í máli sínu!

Þegar þetta gerðist datt mér í hug nafn annars manns sem stuðlaði að því að Nonni varð jafn frægur og áhrifamikill og raun varð á. Ég á þarna við séra Jean-Baptiste Baudoin (1831-1875). Ég held að flest ykkar hér hafi aldrei heyrt á hann minnst. Hann var franskur prestur sem kom til Íslands og starfaði um hríð meðal franskra sjómanna hér. Hann reyndi einnig, ásamt öðrum frönskum presti, séra Bernard Bernard, að endurreisa kaþólska trú hér á landi. Hér lenti séra Baudoin í erfiðleikum og í varðveittum dagbókum hans má m.a. lesa eftirfarandi: „Guð minn, það gleður mig að mega vera hér og ég vildi gjarnan fórna lífi mínu fyrir þetta fólk.“ En stuttu seinna skrifar hann þetta: „Það voru mestu mistök lífs míns að koma til Íslands, veðrið er slæmt og fólkið hérna hafnar mér.“  En það var hins vegar séra Baudoin sem hitti fátæka ekkju á ferð sinni til Reykjavíkur og bauð henni að borga fyrir menntun sonar hennar í Danmörku. Og þessi piltur var Nonni. Séra Baudoin dó án þess að hafa lesið bækur Nonna, og Nonni sjálfur nefndi ekki oft nafn hans, en þó var það sr. Baudoin sem Guð notaði til að koma Nonna á framfæri, ef svo má segja.

Kæru bræður og systur, þetta dæmi ætti að hjálpa okkur öllum að fela okkur sjálf Guði á vald. Við vitum ekki hvernig og hvar Guð vill nota það sem við gerum af hreinu hjarta. En við getum verið viss um það að þessi sami Guð, sem sagði við séra Baudoin í eilífðinni: „Sjáðu, hjartans þakkir fyrir fyrir hjálp þína við að búa Nonna til,“ mun segja við okkur: „Þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gert án þess að vita af því.“ Við þurfum ekki alltaf að skilja allt, það nægir einfaldlega að treysta Guði.

Allt þetta ætti því að kenna okkur öllum að taka persónulega á móti þessu hlutverki „hinnar litlu ambáttar“ í lífi okkar.

María, þú varst hin litla ambátt Drottins, hjálpa þú okkur að gera það sem Guð býður okkur, og aðeins okkur, að gera. Amen.

 Davíð biskup

------------------------------

Pastoral Letter of the Bishop for Advent 2017

Dear Brothers and Sisters,

It’s good that today we start a new liturgical year together. And during advent we think about the coming of Jesus our Savior. But in connection with his arrival we often refer to Virgin Mary as the little handmaid. Sometimes, both in our Church and in other Christian denominations, people ask: Why? The answer is simple, if Virgin Mary had not wholeheartedly accepted her role, the history of the world would be different.

I think it is necessary to talk about Mary’s role and I want to explain it by pointing to the story of Jón Sveinsson, Nonni. I remember him well because last month I was invited to a celebration in Cologne in Germany on the occasion of the 160th anniversary of his birth. I was very happy to meet all these people, among other from the Nonni-Society and the Icelandic Association in Germany, and listen to the Ambassador of Iceland, Martin Eyjólfsson, Msgr. Georg Austen, Secretary of the Bonifatiuswerk and Günter Assenmacher, the Director of Ansgar-Werk in Cologne, who discussed the influence of Nonni on themselves and on young people in general, and Nonni‘s books have been published in over 50 languages. They mentioned the name “Nonni” more than 100 times.

During all of this, I remembered another person’s name, who helped Nonni become as famous and influential as he was. By that I mean Father Jean-Baptiste Baudoin (1831-1875). I think most of you here have never heard of him at all. He was a French priest who came to Iceland and worked for a while with the French fishermen here. He also tried, together with another French priests, Fr. Bernard Bernard, to restore the Catholic faith in this country. Here Baudoin had great difficulties, and in his preserved diaries, we read the following: “My God, I’m happy to be here and I would love to sacrifice my life for these people.” But shortly afterwards, he writes: “It was the biggest mistake of my life to come to Iceland, the weather is bad and the people here reject me.” But it was Fr. Baudoin who met a poor widow on his trip to Reykjavík, and offered to pay for her son’s education in Denmark. And this boy was Nonni. Séra Baudoin died without reading Nonni’s books, and Nonni himself did not often mention his name, but yet it was Fr. Baudoin whom God used to put Nonni forward, so to speak.

Dear Brothers and Sisters, this example should help us all to entrust ourselves to God. We do not know how and where God wants to use what we do with a pure heart. But we can be sure that this same God, who told Fr. Baudoin in eternity: “Look, thank you for your help in making Nonni known,” will say to us: “Thank you for all the good things you have done without knowing it.” We do not always have to understand everything, it is simply enough just to trust in God.

All of this, therefore, should teach us all to personally accept this role of “the handlittle maid” in our lives.

Mary, you were the little handmaid of the Lord, help us to do what God invites us, and only us, to do. Amen.

 Bishop David