Frans páfi kemur á 9. Heimsmót fjölskyldna

Birt 11.04.18 í Fréttir og tilkynningar

Frans páfi kemur á 9. Heimsmót fjölskyldna

sem verður haldið á Írlandi 21.til 26. ágúst 2018!

Heimsókn páfa er öllum kaþólskum sem og öðrum á Írlandi mikið gleðiefni og ekki síður þeim þúsundum fjölskyldna sem koma frá öllum heimshornum til þess að taka þátt í þessum merkilega atburði.

Þetta verður fyrsta páfaheimsóknin til Írlands frá því að Jóhannes Páll II, kom til landsins árið 1979. Frans páfi mun taka þátt í fjölskylduhátíðinni þann 25. ágúst og hann mun einnig syngja messu þann 26. ágúst. Aðrir þættir ferðaáætlunar hans hafa enn ekki verið staðfestir.

Einkunnarorð mótsins eru:

"Fagnaðarerindi fjölskyldunnar: Gleði heimsins"

Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðunni: https://www.worldmeeting2018.ie/en/