Frásögn af pílagrímsferð til Landsins helga

Birt 01.11.17 í Fréttir og tilkynningar

Frásögn af pílagrímsferð til Landsins helga

2. - 14. október 2017

Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta. (Sálmarnir 90:12)

Í þessari grein langar mig að segja frá nokkrum augnablikum og stöðum í pílagrímsferð okkar, þar sem við mættum Guði.

Fyrsta kvöldið, þegar við vorum á leið til gistiheimilis okkar í Nasaret, gengum við framhjá Basilíku Boðunarinnar (Basilica of the Annunciation) og við gátum „skroppið inn“ til þess að heimsækja í fyrsta skipti staðinn, þar sem Guð varð maður í móðurkviði hinnar blessuðu Maríu meyjar.

Við komum til Tabor-fjallsins, þar sem Jesús opinberaði guðdómleika sinn og þar sem Móses og Elía  staðfestu að Jesús væri sá sem uppfyllti lögmálið og spádómana.

Við heimsóttum Fjall sæluboðanna, þar sem Jesús fór með „kjarna fagnaðarerindisins“ (Matteus 5-7).

Við endurnýjuðum skírnarheit okkar á strönd Jórdan-árinnar.

Í Betlehem tókum við þátt í heilagri messu í hellinum, þar sem Jesús fæddist og heimsóttum fötluð börn á heimilinu „The House of Mercy.“

Í lok pílagrímsferðar okkar báðumst við fyrir á Olíufjallinu í Getsemane og okkur bauðst að ganga til skrifta. Við báðumst fyrir á Golgatahæðinni og tókum þátt í messu fyrir utan kirkju hinnar helgu grafar.

Á meðan á dvöl okkar í Jerúsalem stóð gátum við einnig heimsótt Grátmúrinn. Þar útskýrði leiðsögumaður okkar að í huga Gyðinga er þetta eini staðurinn, þar sem Guð sjálfur er viðstaddur.

En Jesús Kristur kennir okkur eitthvað algerlega einstakt og nýtt. „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." (Matteus 28:20). „Verið í mér, þá verð ég í yður.“ (Jóh 15). Okkar Drottinn kennir okkur að hann er Guð sem er með okkur en ekki aðeins á heilögum stöðum.

Einu sinni gekk hópur pílagríma í gegnum klausturbyggingu. Einn pílagrímanna villtist og staðnæmdist fyrir utan klefa eins munkanna. Munkurinn sat við skrifborð og las í nánast tómu herberginu. Pílagrímurinn spurði hann: „Hvar eru allar eigur þínar?“ Munkurinn svaraði: „Ég gæti spurt þig þess sama.“ Maðurinn svaraði þá: „Ég á bara leið hjá.“ Munkurinn leit á hann hugsi og sagði: Það sama gildir um mig, ég á bara leið hjá.“

Pílagrímsferð okkar lauk ekki þegar við stigum í flugvélina í Tel Aviv. Líf okkar er pílagrímsferð til hins himneska heimalands okkar og við förum í pílagrímsferðir til þess að minna okkur á þá staðreynd. Við erum ekki gerð til þess að vera hér á þessari jörð að eilífu. „Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.“ (Sálmarnir 90:12)

Áður en við snæddum kvöldverð í barnaheimilinu „House of Mercy“ í Betlehem ræddi ég við eina reglusystranna. Hún var að veita lítilli stúlku sérstaka meðferð við astma. Systirin útskýrði fyrir mér að barnið væri nýlega komið til þeirra og að þær hefðu þegar farið með það til Þýskalands í rannsóknir og hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að barnið næði fullum bata. Annað barn sem bjó hjá þeim þarfnaðist sérstakrar lýsingar og tónlistar til þess að geta slakað á og sofnað. Sérhvert barn nýtur einstakrar alúðar og alls þess sem það þarfnast. Á sama hátt gefur Guð hverju og einu okkar það sem við þörfnumst svo að okkur takist að snúa aftur til himneskra heimkynna okkar.

Hvers þörfnumst við? Heilagur Jóhannes Bosco segir að við þurfum tvo vængi til þess að fljúga til himna:  Skriftir og guðspjallið.

Í sakramentunum er Guð viðstaddur og er með okkur. Hann skilur okkur ekki ein eftir. Við þurftum ekki að flytja Golgata  með okkur heim til Íslands. Við þurfum ekki að fara til Landsins helga einu sinni í mánuði til þess að hitta Guð. Guð er með okkur. Við tökum sannarlega á móti honum í líkama, blóði, sál og guðdómleika í hinu Alheilaga altarissakramenti og þegar við göngum til skrifta erum við ein með Jesú og við færum honum syndir okkar, við tökum við fórn hans og leggjum allt okkar traust á hann.

Við þökkum fyrir þetta einstaka tækifæri til þess að fara á pílagrímsferð til Landsins helga og fyrir náð til þess að mæta Guði á þessum heilögu stöðum, með því að feta í fótspor hans. Við biðjum að þessi pílagrímsferð muni ekki taka enda heldur halda áfram og að allt líf okkar megi liggja til himneskra heimkynna okkar og nærast af sakramentunum.

Með kveðju frá systir Porta Coeli

 

 

Make us know the shortness of our life, so that we may gain wisdom of heart. (Psalm 90)

 

To begin this article, I would like to share some of the moments and places during our pilgrimage where we were able to encounter God.

Our first night, as we walked to our guesthouse in Nazareth, we passed by the Basilica of the Annunciation, and we were able to „run in“ in order to make our first visit to the place where God became man in the womb of the Blessed Virgin Mary.

We were able to visit Mount Tabor where Jesus showed His Divinity; where Moses and Elijah appeared in order to manifest that Jesus was the fulfillment of the Law and the Prophets.

We visited the Mount of the Beatitudes where Jesus taught the „heart of the Gospel“ Matthew 5-7.

We renewed our baptismal promises at the shore of the Jordan River.

In Bethlehem, we participated in the Holy Mass in the grotto where Jesus was born and visited the disabled children in the House of Mercy.

At the end of our pilgrimage, we prayed at the Mount of Olives, in Gethsemane, and had the opportunity for confession.  We were able to pray at Calvary and participate in the Mass outside of the Holy Sepulcher.

During our stay in Jerusalem we were also able to visit the Wailing Wall, where our guide taught us that for the Jewish people, this is the only place where God is present.

But Jesus Christ teaches us something totally unique and new. „I will be with you until the end of the ages,“ (Matthew 20).  „Abide in me and I in you,“ (John 15).  Our Lord teaches us that God is a God who is with us, not just in the holy places.

Once there was a group on pilgrimage that passed through a monastery.  One of the men got lost and found himself outside the room of one of the monks.  The monk was sitting at his desk, studying in a practically empty room.  The man asked him, “Where are all your things?”  The monk responded, “I might ask you the same thing.”  “I am only passing through,” replied the man.  The monk looked thoughtful and said, “I am as well, just passing through.”

Our pilgrimage did not end when we got on the plane in Tel Aviv.  Our life is a pilgrimage to our heavenly homeland and we go on pilgrimage to remind us of this truth.  We were not made to be here on this earth for forever.  “Make us know the shortness of our life, so that we may gain wisdom of heart” (Psalm 90).

I was talking to one of the sisters before dinner at the House of Mercy in Bethlehem.  She was giving one of the baby girls a special treatment for asthma.  The sister explained to me that the child had recently arrived and they had already travelled to Germany to have studies done and had put all the means to help this child live a healthy life.  Another child needs special lights and music in order to relax and fall asleep.  Each child is taken care of with exquisite delicacy and is given all that they need.  In this same way, God gives each one of us what we need in order to make it to our heavenly homeland.

What is it that we need?  St. John Bosco says that we need two wings to fly to heaven: frequent Confession and Communion. 

Through the sacraments, God makes Himself present and is with us.  He does not leave us alone.  We did not need to bring Calvary back with us to Iceland.  We do not need to go once a month to the Holy Land to encounter God.  God is with us.  We receive Him truly present Body, Blood, Soul and Divinity in the Blessed Sacrament and in Confession we are alone with Jesus and we give Him our sins, we accept His sacrifice and put all our trust in Him.

We give thanks for this wonderful opportunity to go on pilgrimage to the Holy Land and the grace to encounter God in these holy places, by walking in His footsteps.  We pray that this pilgrimage will not end, but continue, and that our whole lives may be directed towards our heavenly homeland, nourished by the sacraments.

With best regards from Sister Porta Coeli