Föstuboðskapur páfa 2019

Birt 11.03.19 í Fréttir og tilkynningar

Föstuboðskapur páfa 2019

„Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber“ (Róm 8:19).

Kæru bræður og systur

Fyrir kirkjuna, móður okkar, veitir Guð á hverju ári „verðskuldað þeim sem á þig trúa að vænta árlega hátíðar páskanna með hreinsuðum huga og fögnuði ... er vér íhugum þá miklu atburði er veittu oss nýtt líf í Kristi“ (sbr. Fyrsta forgildi lönguföstu). Við getum þannig ferðast frá einni páskahátíð til þeirra næstu í átt að fullkomnun hjálpræðisins sem við höfum þegar tekið við í framhaldi leyndardóma páskanna – „Því að í voninni erum vér hólpnir orðnir“ (Róm 8:24). Þessi leyndardómur hjálpræðisins, sem starfar þegar í okkar í hinu jarðneska lífi, er öflugt ferli sem birtist í  sögu mannsins og í gervallri sköpuninni. Eins og Páll segir: „Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber“ (Róm 8:19). Í framhaldi af því langar mig að færa fram eftirfarandi hugleiðingar til þess að hafa til hliðsjónar í umbreytingarferli okkar á þessari föstu.

1. Endurlausn sköpunarinnar

Mesta hátíð kirkjuársins, hin þriggja daga hátíð í tilefni af píslargöngu Krists, dauða hans og upprisu, kallar okkur á hverju ári til þess að takast á hendur undirbúning sem á rætur í vitneskju okkar um að tilvera okkar sem er í samhljómi við Krist (sbr. Róm 8:29) er ómetanleg gjöf miskunnsemi Guðs.

Þegar við lifum sem börn Guðs, endurleyst og leidd af Heilögum Anda (sbr. Róm 8:14) og fær um að viðurkenna og hlýða boðum Guðs með því að fara eftir lögmálinu sem er skráð í hjörtu okkar og eðli, bætum við einnig sköpunarverkið með því að vinna saman að endurlausn þess. Þess vegna segir heilagur Páll að sköpunin þrái af ákafa opinberun Guðs barna, með öðrum orðum, að allir sem njóta náðar Jesú eins og hún birtist í leyndardómi páskanna, geta reynt hana í endurlausn mannslíkamans sjálfs. Þegar kærleikur Krists umbreytir lífi hinna heilögu í anda, líkama og sál, lofa þeir Guð. Fyrir bæn, íhugun og ástundun lista öðlast einnig fleiri skapaðar verur hlutdeild í þessum lofsöng, eins og við sjáum lýst á svo aðdáunarverðan hátt í „Sólarsöngnum“ eftir hl. Frans frá Assisi (sjá Laudato Si, 87). Í þessum heimi er sáttinni sem hlýst við endurlausn engu að síður stöðugt ógnað af eyðandi mætti syndar og dauða.

2. Eyðandi máttur syndarinnar 

Þegar við lifum ekki eins og Guðs börn, hegðum við okkur gjarnan á neikvæðan hátt gagnvart náunga okkar og öðru sköpunarverki og einnig gagnvart sjálfum okkur þar sem við förum að trúa því, með- eða ómeðvitað, að við getum notfært okkur þau eins og okkur lystir. Ógnandi hegðun nær yfirhöndinni: Við förum að lifa lífi sem yfirstígur takmörk þess sem mannlegt ástand okkar setur og einnig sjálf náttúran. Við gefumst upp fyrir óheftum ástríðum sem Speki Salómons lýsir sem dæmigerðum fyrir þá óguðlegu, þá sem bregðast við án tillits til Guðs eða framtíðarinnar (sjá 2:1-11). Einungis með því að stefna í átt að páskum, að sjóndeildarhring upprisunnar, komum við í veg fyrir að hugarfarið sem felst í slagorðunum „Ég heimta allt og það eins og skot!“ og „Of mikið er aldrei nóg“, taki yfirhöndina.

Rót alls ills, eins og við vitum, er syndin. Hún hefur, allt frá því að hún kom fram, skaðað samband okkar við Guð, við aðra menn og við sjálfa sköpunina sem er tengd á sérstakan hátt við líkama okkar. Þetta rof á sambandinu við Guð grefur jafnframt undan samhljómi okkar við umhverfið sem við lifum í með þeim afleiðingum að garðurinn er orðinn að órækt (sjá 1M 3:17-18). Syndin fær manninn til að líta á sjálfan sig sem höfund sköpunarinnar, að líta á sjálfan sig sem almáttugan drottnara sem nýtir hana, ekki í þeim tilgangi sem skaparinn óskar heldur í þágu eigin hagsmuna sem skaða aðrar lífverur. 

Þegar lögmál Guðs, kærleiksboðin, eru látin lönd og leið ná lögmál hinna sterku yfirráðum yfir hinum veiku. Syndin sem á bústað í hjarta mannsins (sbr. Mk 7:20-23) birtist sem græðgi og grímulaus sókn eftir þægindum, skorti á umhyggju í garð annarra og jafnvel í eigin garð. Það leiðir til misnotkunar á sköpunarverkinu, bæði á einstaklingum og umhverfi, vegna þess að óseðjandi græðgi sem telur sérhverja fýsn eiga rétt á sér, tortímir fyrr eða síðar öllum sem hún klófestir.

3. Heilunarkraftur iðrunar og fyrirgefningar

Sköpunin hefur brýna þörf fyrir opinberun Guðs barna, sem eru orðin að „nýrri sköpun“. Því að „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til“ (2Kor 5:17). Einmitt vegna þess að dyggð hennar er opinberuð, getur sköpunin sjálf fagnað páskum og opnast fyrir nýjum himni og nýrri jörð (sbr. Opb 21:1). Leiðin til páskanna krefst þess að við endurnýjum ásjónu okkar og hjörtu sem kristnir menn með iðrun, umbreytingu og fyrirgefningu svo við megum lifa til fullnustu hina miklu náð sem felst í leyndardómi páskanna.

Þessi „ákafa löngun“, þessi eftirvænting gervallrar sköpunarinnar verður uppfyllt í opinberun Guðs barna, það er þegar kristnir menn og allir aðrir menn takast á hendur „erfiðið“ sem umbreytingin felur í sér. Öll sköpunin er kölluð, ásamt okkur, til þess að verða „leyst úr ánauð forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna“ (Róm 8:21). Fastan er tákn sem birtist í sakramentinu og stendur fyrir þessa umbreytingu. Hún býður kristnum mönnum að holdgera leyndardóm páskanna á dýpri og áþreifanlegri hátt í persónulegu og félagslegu lífi sínu og fjölskyldunnar, einkum með því að fasta, biðja og láta gott af sér leiða.

Fasta, það er, að læra að breyta viðhorfi okkar gagnvart öðrum mönnum og allri sköpuninni, snúa frá freistingunni til að „gleypa“ allt til að seðja græðgi okkar og vera tilbúin til að þjást fyrir kærleika sem getur fyllt tóm hjörtu okkar. Bæn, sem kennir okkur að hafna skurðgoðadýrkun og sjálfupphafningu og viðurkenna þörf okkar fyrir Drottin og miskunnsemi hans. Ölmusugjafir, sem forða okkur frá brjálæðinu sem fylgir því að safna efnislegum gæðum í þeirri blekkingu að við getum tryggt framtíð sem tilheyrir okkur ekki. Og þar með að enduruppgötva gleðina sem felst í áætlun Guðs fyrir sköpunina og fyrir hvert og eitt okkar, sem er að elska hann, bræður okkar og systur og allan heiminn og að finna sanna hamingju okkar í kærleikanum.

Kæru bræður og systur, fjörutíu daga „föstu“tímabilið, sem Sonur Guðs eyddi í eyðimörk sköpunarverksins, hafði það markmið að gera það aftur að garði samfélagsins við Guð eins og það var áður en syndin kom í heiminn (sjá Mk 1:12-13; Jes 51:3). Megi fasta okkar á þessu ári vera ferðalag eftir sömu vegum sem færa von Krists einnig til sköpunarverksins, svo að það verði „frelsað undan hnignun og öðlist dýrðlegt frelsi Guðs barna“ (Róm 8: 21). Forðaðu okkur frá því að þessi árstíð náðar líði til einskis! Við skulum biðja Guð um að hjálpa okkur að halda af stað á vegi sannrar umbreytingar. Yfirgefum eigingirni okkar og sjálfsupphafningu og snúum okkur til páska Jesú. Stöndum hjá bræðrum okkar og systrum sem búa við neyð og deilum andlegum og efnislegum eigum okkar með þeim. Á þennan hátt, með því að taka á móti sigri Krists yfir synd og dauða í lífi okkar á áþreifanlegan hátt, munum við einnig endurvarpa mætti umbreytingarinnar til gervallrar sköpunarinnar.

Vatíkaninu, 4. október 2018,

Á hátíð hl. Frans frá Assisi

FRANS PÁFI

-----------------

MESSAGE OF HIS HOLINESS POPE FRANCIS  FOR LENT 2019

"For the creation waits with eager longing for the revealing of the children of God” (Rom 8:19)

Dear Brothers and Sisters

Each year, through Mother Church, God “gives us this joyful season when we prepare to celebrate the paschal mystery with mind and heart renewed… as we recall the great events that gave us new life in Christ” (Preface of Lent I). We can thus journey from Easter to Easter towards the fulfilment of the salvation we have already received as a result of Christ’s paschal mystery – “for in hope we were saved” (Rom 8:24). This mystery of salvation, already at work in us during our earthly lives, is a dynamic process that also embraces history and all of creation. As Saint Paul says, “the creation waits with eager longing for the revealing of the children of God” (Rom 8:19). In this perspective, I would like to offer a few reflections to accompany our journey of conversion this coming Lent.

1. The redemption of creation

The celebration of the Paschal Triduum of Christ’s passion, death and resurrection, the culmination of the liturgical year, calls us yearly to undertake a journey of preparation, in the knowledge that our being conformed to Christ (cf. Rom 8:29) is a priceless gift of God’s mercy.

When we live as children of God, redeemed, led by the Holy Spirit (cf. Rom 8:14) and capable of acknowledging and obeying God’s law, beginning with the law written on our hearts and in nature, we also benefit creation by cooperating in its redemption. That is why Saint Paul says that creation eagerly longs for the revelation of the children of God; in other words, that all those who enjoy the grace of Jesus’ paschal mystery may experience its fulfilment in the redemption of the human body itself. When the love of Christ transfigures the lives of the saints in spirit, body and soul, they give praise to God. Through prayer, contemplation and art, they also include other creatures in that praise, as we see admirably expressed in the “Canticle of the Creatures” by Saint Francis of Assisi (cf. Laudato Si’, 87). Yet in this world, the harmony generated by redemption is constantly threatened by the negative power of sin and death.

2. The destructive power of sin

Indeed, when we fail to live as children of God, we often behave in a destructive way towards our neighbours and other creatures – and ourselves as well – since we begin to think more or less consciously that we can use them as we will. Intemperance then takes the upper hand: we start to live a life that exceeds those limits imposed by our human condition and nature itself. We yield to those untrammelled desires that the Book of Wisdom sees as typical of the ungodly, those who act without thought for God or hope for the future (cf. 2:1-11). Unless we tend constantly towards Easter, towards the horizon of the Resurrection, the mentality expressed in the slogans “I want it all and I want it now!” and “Too much is never enough”, gains the upper hand.

The root of all evil, as we know, is sin, which from its first appearance has disrupted our communion with God, with others and with creation itself, to which we are linked in a particular way by our body. This rupture of communion with God likewise undermines our harmonious relationship with the environment in which we are called to live, so that the garden has become a wilderness (cf. Gen 3:17-18). Sin leads man to consider himself the god of creation, to see himself as its absolute master and to use it, not for the purpose willed by the Creator but for his own interests, to the detriment of other creatures.

Once God’s law, the law of love, is forsaken, then the law of the strong over the weak takes over. The sin that lurks in the human heart (cf. Mk 7:20-23) takes the shape of greed and unbridled pursuit of comfort, lack of concern for the good of others and even of oneself. It leads to the exploitation of creation, both persons and the environment, due to that insatiable covetousness which sees every desire as a right and sooner or later destroys all those in its grip.

3. The healing power of repentance and forgiveness 

Creation urgently needs the revelation of the children of God, who have been made “a new creation”. For “if anyone is in Christ, he is a new creation; the old has passed away; behold, the new has come” (2 Cor 5:17). Indeed, by virtue of their being revealed, creation itself can celebrate a Pasch, opening itself to a new heaven and a new earth (cf. Rev 21:1). The path to Easter demands that we renew our faces and hearts as Christians through repentance, conversion and forgiveness, so as to live fully the abundant grace of the paschal mystery.

This “eager longing”, this expectation of all creation, will be fulfilled in the revelation of the children of God, that is, when Christians and all people enter decisively into the “travail” that conversion entails. All creation is called, with us, to go forth “from its bondage to decay and obtain the glorious liberty of the children of God” (Rom 8:21). Lent is a sacramental sign of this conversion. It invites Christians to embody the paschal mystery more deeply and concretely in their personal, family and social lives, above all by fasting, prayer and almsgiving. 

Fasting, that is, learning to change our attitude towards others and all of creation, turning away from the temptation to “devour” everything to satisfy our voracity and being ready to suffer for love, which can fill the emptiness of our hearts. Prayer, which teaches us to abandon idolatry and the self-sufficiency of our ego, and to acknowledge our need of the Lord and his mercy. Almsgiving, whereby we escape from the insanity of hoarding everything for ourselves in the illusory belief that we can secure a future that does not belong to us. And thus to rediscover the joy of God’s plan for creation and for each of us, which is to love him, our brothers and sisters, and the entire world, and to find in this love our true happiness.

Dear brothers and sisters, the “lenten” period of forty days spent by the Son of God in the desert of creation had the goal of making it once more that garden of communion with God that it was before original sin (cf. Mk 1:12-13; Is 51:3). May our Lent this year be a journey along that same path, bringing the hope of Christ also to creation, so that it may be “set free from its bondage to decay and obtain the glorious liberty of the children of God” (Rom 8:21). Let us not allow this season of grace to pass in vain! Let us ask God to help us set out on a path of true conversion. Let us leave behind our selfishness and self-absorption, and turn to Jesus’ Pasch. Let us stand beside our brothers and sisters in need, sharing our spiritual and material goods with them. In this way, by concretely welcoming Christ’s victory over sin and death into our lives, we will also radiate its transforming power to all of creation.

From the Vatican, 4 October 2018,

Feast of Saint Francis of Assisi

FRANCIS