Föstu boðskapur Hans Heilagleika Frans páfa árið 2020

Birt 23.01.20 í Fréttir og tilkynningar

Föstu boðskapur Hans Heilagleika Frans páfa árið 2020

Vér biðjum í Krists stað: Látið sættast við Guð  (2Kor 5:20)

(English below)

Kæru bræður og systur,

Á þessu ári veitir Drottinn okkur enn og aftur góðan tíma til að búa okkur undir að fagna með endurnýjuðum hjörtum hinum mikla leyndardómi dauða og upprisu Jesú, sem er hornsteinninn í persónulegu og samfélagslegu lífi okkar sem kristinna manna. Við verðum stöðugt að snúa aftur til þessa leyndardóms í huga og hjarta, því að hann mun halda áfram að vaxa innra með okkur í þeim mæli sem við erum opin fyrir andlegum krafti hans og bregðumst við með frelsi og örlæti.

1. Páskaleyndardómurinn sem grundvöllur sinnaskipta

Kristileg gleði streymir frá því að hlusta á og taka við fagnaðarerindinu um dauða og upprisu Jesú. Þessi kerygma (boðun) dregur saman leyndardóm kærleikans „á svo raunverulegan, sannan og áþreifanlegan hátt, að hún býður okkur upp á samband sem grundvallast á hreinskilni og frjósömum samræðum“ (Christus Vivit, 117). Sá sem trúir þessum boðskap hafnar þeirri lygi að við megum haga lífi okkar eins og við viljum. Þvert á móti er lífið fætt af kærleika Guðs Föður okkar, af löngun hans til að veita okkur líf í fullri gnægð (sbr. Jh 10:10). Ef við hlustum í staðinn á freistandi rödd „lyginnar föður“ (Jh 8:44), eigum við á hættu að sökkva í hyldýpi fáránleikans og lifa í helvíti hér á jörðu, sem alltof margir hörmulegir atburðir í persónulegri reynslu okkar og mannkynsins alls bera því miður vitni um.

Á þessari föstu ársins 2020 vildi ég deila með öllum kristnum mönnum því sem ég skrifaði ungu fólki í postullegu bréfi mínu Christus Vivit: „Beinið sjónum ykkar að útréttum örmum Krists hins krossfesta, látið hann frelsa ykkur aftur og aftur. Og þegar þið játið syndir ykkar, skuluð þið trúa staðfastlega á miskunn hans sem leysir ykkur frá sektinni. Hugleiðið það, að blóð hans var úthellt með svo miklum kærleika og látið hreinsast af því. Á þennan hátt getið þið sífellt endurfæðst að nýju“ (nr. 123). Páskar Jesú eru ekki atburður í fortíðinni; heldur eru fyrir kraft Heilags Anda alltaf nær­verandi og gera okkur kleift að sjá og snerta í trúnni hold Krists í þeim sem þjást.

2. Nauðsyn sinnaskipta

Það er gott að íhuga enn nánar páskaleyndardóminn sem hefur fært okkur miskunn Guðs. Reyndar er reynsla af miskunninni aðeins möguleg í sambandinu við hinn krossfesta og upprisna Drottin „augliti til auglits“, við hann „sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig“ (Gal 2:20), í innilegum samræðum milli vina. Þess vegna er bænin svo mikilvæg á föstunni. Bænin er jafnvel meira en skylda, hún tjáning þess að við þurfum að bregðast við kærleika Guðs sem ávallt fer á undan okkur og styrkir okkur. Kristnir menn biðja í vitneskju um það að við erum enn elskuð þótt við séum þess ekki verð. Bænin getur verið í fjölda mismunandi gerða, en það sem raunverulega skiptir máli í augum Guðs er að hún nái djúpt inn í okkur og mýki harðúð hjartna okkar svo að við snúum okkur sífellt meir til Guðs og vilja hans.

Við getum því á þessum hagfellda tíma látið leiða okkur eins og Ísrael út í eyði­mörkina (sbr. Hós 2:14), svo að við getum loksins heyrt rödd maka okkar og leyft henni að hljóma sífellt dýpra innra með okkur. Því meir sem við erum upptekin af orði hans, því meiri verður miskunn hans sem hann veitir okkur svo frjálslega. Við skyldum ekki láta þennan náðartíma líða til einskis, í þeirri heimskulegu blekkingu að við getum stjórnað tímanum og aðferðinni við að snúa okkur til hans.

3. Ástríðufullur vilji Guðs til samræðna við börn sín

Þá staðreynd að Drottinn býður okkur en á ný hagfelldan tíma fyrir sinnaskipti okkar ætti aldrei að taka sem sjálfsögðum hlut. Þetta nýja tækifæri ætti að vekja í okkur þakklæti og reisa okkur úr leti okkar. Þrátt fyrir að illskan sé stundum hörmulega nærri okkur í lífinu, og í lífi kirkjunnar og heimsins, þá lýsir þetta tækifæri okkar til að breyta um stefnu í lífinu þeim staðfasta vilja Guðs að hann vill ekki spilla þessari samræðu hans og okkar um hjálpræði okkar. Í hinum krossfesta Jesú, sem þekkti enga synd, en var okkar vegna gjörður að synd (sbr. 2Kor 5:21), varð þetta hjálpræði til þess að Faðirinn setti þá byrði á Son sinn að bera syndir okkar, og með orðum Benedikts páfa XVI, „sneri Guði gegn sjálfum sér“ (Deus Caritas Est, 12). Því að Guð elskar líka óvini sína (sbr. Mt 5: 43-48).

Samræðurnar sem Guð vill koma á við sérhvert okkar í gegnum páskaleyndardóm Sonar síns á ekkert skylt við innantómt orðagjálfur, eins og það sem rakið er til íbúa Aþenu til forna, sem „gáfu sér ekki tóm til annars fremur en að segja eða heyra einhver nýmæli“ (Postulasagan 17:21). Slík skvaldur, sem ákvarðast af tómri og yfirborðskenndri forvitni, einkennir hið veraldlega á öllum tímum; á okkar eigin tímum getur það einnig leitt til óviðeigandi notkunar fjölmiðla.

4. Auðlegð til að deila með öðrum, ekki til að geyma handa sjálfum sér

Þegar við gerum páskaleyndardóminn að kjarnanum í lífi okkar, þá merkir það að við  finnum til samúðar með sárum hins krossfesta Krists sem er að finna hjá mörgum saklausum fórnarlömbum stríðs, í árásum á lífið, frá hinum ófædda til hins aldraðra og í ýmiskonar ofbeldi. Þau er sömuleiðis að finna í umhverfishamförum, ójafnri skiptingu á gæðum jarðar, mansali í öllum sínum myndum og í taumlausum þorsta eftir gróða, sem er eitt afbrigði skurðgoðadýrkunar.

Einnig á okkar tímum er þörf á að höfða til karla og kvenna með góðan vilja til að deila með ölmusugjöfum gæðum sínum með þeim sem mest þurfa á að halda, og taka þannig persónulega þátt í uppbyggingu betri heims. Kærleiksrík gjöf gerir okkur manneskjulegri, en hömlulaus auðsöfnun gerir okkur að minni mönnum og föngum eigin sjálfselsku. Við getum og verðum að ganga jafnvel enn lengra og huga að þáttum í uppbyggingu efnahagslífs okkar. Af þeim sökum hef ég boðað til fundar í Assisi á miðri föstunni á þessu ári, 26. til 28. mars, með ungum hagfræðingum, frumkvöðlum og þeim sem vilja breytingar, með það að markmiði að móta réttlátara hagkerfi handa öllum mönnum. Eins og kennimenn kirkjunnar hefur margoft endurtekið, táknar stjórnmálalífið kærleika á æðra stigi (sbr. Píus XI, í Ávarpi til sambands kaþólskra háskólanema á Ítalíu, 18. desember 1927). Sama gildir um efnahagslífið, en hægt er að nálgast það í sama evangelíska anda, anda sæluboðanna.

Ég bið alhelga Maríu að biðja þess að föstuhátíð okkar opni hjörtu okkar svo að við heyrum ákall Guðs um að sættast við hann, að við beinum sjónum okkar að páska­leyndardómnum, og að við snúum okkur að einlægum samræðum við hann. Á þennan hátt munum við verða það sem Kristur biður lærisveina sína um að vera: Salt jarðar og ljós heimsins (sbr. Mt 5:13-14).

Frans

Róm, í kirkju hl. Jóhannesar í Lateran, 7. október 2019

á minningardegi hl. Maríu meyjar af Rósakransinum

---

MESSAGE OF HIS HOLINESS POPE FRANCIS FOR LENT 2020
 
“We implore you on behalf of Christ,  be reconciled to God” (2 Cor 5:20)
 
Dear Brothers and Sisters,  This year the Lord grants us, once again, a favourable time to prepare to celebrate with renewed hearts the great mystery of the death and resurrection of Jesus, the cornerstone of our personal and communal Christian life.  We must continually return to this mystery in mind and heart, for it will continue to grow within us in the measure that we are open to its spiritual power and respond with freedom and generosity.
 
1.  The paschal mystery as the basis of conversion  Christian joy flows from listening to, and accepting, the Good News of the death and resurrection of Jesus.  This kerygma sums up the mystery of a love “so real, so true, so concrete, that it invites us to a relationship of openness and fruitful dialogue” (Christus Vivit, 117).  Whoever believes this message rejects the lie that our life is ours to do with as we will.  Rather, life is born of the love of God our Father, from his desire to grant us life in abundance (cf. Jn 10:10).  If we listen instead to the tempting voice of the “father of lies” (Jn 8:44), we risk sinking into the abyss of absurdity, and experiencing hell here on earth, as all too many tragic events in the personal and collective human experience sadly bear witness.  In this Lent of 2020, I would like to share with every Christian what I wrote to young people in the Apostolic Exhortation Christus Vivit: “Keep your eyes fixed on the outstretched arms of Christ crucified, let yourself be saved over and over again.  And when you go to confess your sins, believe firmly in his mercy which frees you of your guilt.  Contemplate his blood poured out with such great love, and let yourself be cleansed by it.  In this way, you can be reborn ever anew” (No. 123).  Jesus’ Pasch is not a past event; rather, through the power of the Holy Spirit it is ever present, enabling us to see and touch with faith the flesh of Christ in those who suffer.

 2.  The urgency of conversion  It is good to contemplate more deeply the paschal mystery through which God’s mercy has been bestowed upon us.  Indeed, the experience of mercy is only possible in a “face to face” relationship with the crucified and risen Lord “who loved me and gave himself for me” (Gal 2:20), in a heartfelt dialogue between friends.  That is why prayer is so important in Lent.  Even more than a duty, prayer is an expression of our need to respond to God’s love which always precedes and sustains us.  Christians pray in the knowledge that, although unworthy, we are still loved.  Prayer can take any number of different forms, but what truly matters in God’s eyes is that it penetrates deep within us and chips away at our hardness of heart, in order to convert us ever more fully to God and to his will.  In this favourable season, then, may we allow ourselves to be led like Israel into the desert (cf. Hos 2:14), so that we can at last hear our Spouse’s voice and allow it to resound ever more deeply within us.  The more fully we are engaged with his word, the more we will experience the mercy he freely gives us.  May we not let this time of grace pass in vain, in the foolish illusion that we can control the times and means of our conversion to him.
 
3.  God’s passionate will to dialogue with his children  The fact that the Lord once again offers us a favourable time for our conversion should never be taken for granted. This new opportunity ought to awaken in us a sense of gratitude and stir us from our sloth.  Despite the sometimes tragic presence of evil in our lives, and in the life of the Church and the world, this opportunity to change our course expresses God’s unwavering will not to interrupt his dialogue of salvation with us.  In the crucified Jesus, who knew no sin, yet for our sake was made to be sin (cf. 2 Cor 5:21), this saving will led the Father to burden his Son with the weight of our sins, thus, in the expression of Pope Benedict XVI, “turning God against himself” (Deus Caritas Est, 12).  For God also loves his enemies (cf. Mt 5:4348).  The dialogue that God wishes to establish with each of us through the paschal mystery of his Son has nothing to do with empty chatter, like that attributed to the ancient inhabitants of Athens, who “spent their time in nothing except telling or hearing something new” (Acts 17:21).  Such chatter, determined by an empty and superficial curiosity, characterizes worldliness in every age; in our own day, it can also result in improper use of the media.
 
4.  A richness to be shared, not kept for oneself  Putting the paschal mystery at the centre of our lives means feeling compassion towards the wounds of the crucified Christ present in the many innocent victims of wars, in attacks on life, from that of the unborn to that of the elderly, and various forms of violence.  They are likewise present in environmental disasters, the unequal distribution of the earth’s goods,
human trafficking in all its forms, and the unbridled thirst for profit, which is a form of idolatry.  Today too, there is a need to appeal to men and women of good will to share, by almsgiving, their goods with those most in need, as a means of personally participating in the building of a better world.  Charitable giving makes us more human, whereas hoarding risks making us less human, imprisoned by our own selfishness.  We can and must go even further, and consider the structural aspects of our economic life.  For this reason, in the midst of Lent this year, from 26 to 28 March, I have convened a meeting in Assisi with young economists, entrepreneurs and change-makers, with the aim of shaping a more just and inclusive economy.  As the Church’s magisterium has often repeated, political life represents an eminent form of charity (cf. Pius XI, Address to the Italian Federation of Catholic University Students, 18 December 1927).  The same holds true for economic life, which can be approached in the same evangelical spirit, the spirit of the Beatitudes.  I ask Mary Most Holy to pray that our Lenten celebration will open our hearts to hear God’s call to be reconciled to himself, to fix our gaze on the paschal mystery, and to be converted to an open and sincere dialogue with him.  In this way, we will become what Christ asks his disciples to be: the salt of the earth and the light of the world (cf. Mt 5:13-14).
 
 
         Francis Rome, at Saint John Lateran, 7 October 2019 Feast of Our Lady of the Rosary